Björn Teitsson 4. jún. 2021

70 andlit fyrir 70 ár - Guðrún Agnarsdóttir

  • 1987-Gudrun-Agnarsdottir-og-Danfridur-Skarphedinsdottir-svara-kosningasima-hja-DV

Guðrún Agnarsdóttir, læknir og fyrrverandi þingkona, var forstjóri Krabbameinsfélagsins um 18 ára skeið. Á þeim tíma urðu miklar framfarir í starfi félagsins. Guðrún er eitt 70 andlita Krabbameinsfélagsins á 70 ára afmæli félagsins. 

Guðrún Agnarsdóttir, læknir, fyrrverandi alþingiskona og forsetaframbjóðandi, sést hér ásamt Danfríði Skarphéðinsdóttur, á vordögum ársins 1987 að svara spurningum lesenda DV fyrir komandi kosningar fyrir hönd Kvennalistans. Myndin er eftir Gunnar V. Andrésson. Hafa þær Guðrún og Danfríður eflaust svarað spurningum af mikilli kostgæfni en kosningaúrslit urðu Kvennalistanum afar hagstæð, fjölgaði þingsætum þeirra úr þremur í sex og var talað réttilega um glæsilegan kosningasigur. Að kvöldi kosningadags sagði Guðrún, með hógværðina uppmálaða, að það væri mikill sigur fyrir Samtökin að fjölga þingkonum í fimm, og gerðu þær því gott betur.


Á meðan þingsetu Guðrúnar stóð settist hún í stjórn Krabbameinsfélagsins var síðan ráðin sem forstjóri félagsins árið 1992 og starfaði sem slíkur til ársins 2010. Á starfstíma Guðrúnar urðu taksverðar breytingar á starfsemi Krabbameinsfélagsins og voru m.a. gerðir samningar við líftæknifyrirtækin Íslensk erfðagreining og Urður, Verðandi, Skuld um dulkóðaða, ópersónugreinanlega notkun á upplýsingum úr krabbameinsskránni. Þessi ráðstöfun opnaði afar mikilvægar leiðir til erfðafræðilegra sjúkdómsrannsókna á Íslandi sem hafa borið árangur sem tekið hefur verið eftir á heimsvísu.


Heimahlynning byrjaði sem sprotaverkefni og sannaði gildi sitt en í dag er verkefnið komið í hendur Landspítala og dafnar vel. Guðrún hafði frumkvæði að stofnun Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins sem er einn af hornsteinum félagsins í dag og þá tókst henni að endurnýja allan brjóstaskoðunartækjabúnað félagsins. Bleiku boðin hófu göngu sína sem fjáröflun undir hennar stjórn og fyrsta Mottumars-átakið var haldið. Listinn er langur og ferillinn farsæll.


Þess má geta að 2. júní 2021 fagnaði Guðrún 80 ára afmæli!

Guðrún Agnarsdóttir er eitt af 70 andlitum Krabbameinsfélagsins á afmælisárinu 2021. Við ætlum að birta 70 myndir eða myndskeið af fólki sem hefur komið við sögu í baráttunni gegn krabbameinum í 70 ára sögu félagsins. Krabbameinsfélagið er rekið fyrir sjálfsaflafé með stuðningi frá íslenskum almenningi og fyrirtækjum. Við hvetjum fólk til að fylgjast með á instagram og facebook, myllumerkið er #70andlit


Fleiri nýjar fréttir

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

12. apr. 2024 : Saga Ómars Einarssonar

Ómar fékk krabbamein í háls, árið 2008, á sama tíma og Geir H. Haarde blessaði Ísland. Hann var geislaður í upphafi og síðar skorinn. Í framhaldinu var honum bent á að hitta Ragnar Davíðsson, formann félagsins Ný rödd, sem er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins. Ragnar hafi hjálpað sér og öðrum mikið.

Lesa meira

8. apr. 2024 : Frábær þátttaka í Skegg­keppni Mottu­mars 2024

Þátttakendur í Skeggkeppni Krabbameinsfélagsins þetta árið voru 360 talsins og alls söfnuðust rétt rúmlega 7,3 milljónir króna. Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim sem tóku þátt og öllum sem styrktu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?