Ása Sigríður Þórisdóttir 16. maí 2022

70 andlit fyrir 70 ár - Guðbjartur Hannesson

Alþjóðlegi krabbameinsdagurinn 4. febrúar 2011 var merkisdagur. Þá tilkynnti Guðbjartur Hannesson, velferðarráðherra á árunum 2011 til 2013, að hann hygðist láta vinna krabbameinsáætlun fyrir Ísland. Ákvörðunina tengdi hann 60 ára afmæli Krabbameinsfélagsins.

Félagið fagnaði ákvörðuninni enda hafði gerð og innleiðing krabbameinsáætlunar verið mikið baráttumál félagsins. Því miður sóttist verkefnið hægt og tillögur að íslenskri krabbameinsáætlun til ársins 2020 lágu ekki fyrir fyrr en í júlí 2017. Krabbameinsfélagið hafði þá ásamt fjölda sérfræðinga lagt mikla vinnu auk fjármuna í áætlunina. Í upphafi árs 2019 samþykkti Svandís Svavarsdóttir tillögurnar en framlengdi gildistímann til 2030. Áhrif áætlunarinnar eru því miður enn lítt sjáanleg en vonir Krabbameinsfélagsins eru að breyting verði þar á.

Guðbjartur Hannesson lést úr krabbameini langt fyrir aldur fram þann 23. október 2015.

Guðbjartur Hannesson er eitt af 70 andlitum Krabbameinsfélagsins á afmælisárinu 2021-2022. Við ætlum að birta 70 myndir eða myndskeið af fólki sem hefur komið við sögu í baráttunni gegn krabbameinum í 70 ára sögu félagsins. Krabbameinsfélagið er rekið fyrir sjálfsaflafé með stuðningi frá íslenskum almenningi og fyrirtækjum. Við hvetjum fólk til að fylgjast með á instagram og facebook, myllumerkið er #70andlit


Fleiri nýjar fréttir

1. des. 2023 : Minningarorð um Jón Þorgeir Hallgrímsson

Jón Þorgeir Hallgrímsson, læknir, fyrrverandi formaður Krabbameinsfélags Íslands og Krabbameinsfélags Reykjavíkur lést þann 21. nóvember sl., 92 ára að aldri. Jóns Þorgeirs er minnst hjá Krabbameinsfélaginu með mikilli virðingu og þakklæti. Aðstandendum vottar félagið innilega samúð. 

Lesa meira

28. nóv. 2023 : Taktu þátt í skemmtilegum jólaleik

Litríkt, jólalegt og hollt á borðið þitt. Krabbameinsfélagið í samstarfi við Banana og Hagkaup óska eftir jólalegum útfærslum á framsetningu á grænmeti, ávöxtum og berjum til að nýta á jólaborðið eða veislubakkann. Veglegir vinningar í boði.

Lesa meira
Ljósmynd: Thule Photos

28. nóv. 2023 : Dýrmætt að vita að maður stendur ekki einn í þessu

Flestir sem hafa upplifað það að missa einhvern náinn sér eru líklega sammála um að sorgin er erfið og þungbær. Sorg barna er sérstaklega vandmeðfarin og það getur skipt máli fyrir úrvinnslu þeirra að fá réttan stuðning frá nærsamfélaginu. Hannes missti eiginkonu sína úr krabbameini árið 2022, en þau áttu tvær dætur saman. Hann segir hér frá sorgarúrvinnslunni og helstu úrræðum sem þau feðgin hafa nýtt sér, en þar á meðal er stuðningur Krabbameinsfélagsins við börn sem missa foreldri.

Lesa meira

28. nóv. 2023 : „Mig langaði til að taka þessa byrði og bera hana sjálf“

Rakel Ósk Þórhallsdóttir, eigandi vefverslunarinnar Central Iceland, hefur undanfarin þrjú ár stutt dyggilega við Bleiku slaufuna, en í heildina telur framlag hennar 7.385.000 kr. Rakel segir hér frá drifkraftinum á bak við verkefnið, en hún hefur persónulega tengingu við málstaðinn.

Lesa meira

23. nóv. 2023 : Fulltrúar Krabbameinsfélagsins á faraldsfæti

Um þessar mundir stendur Krabbameinsfélagið fyrir átaksverkefni sem miðar að því að fjölga í þeim góða hópi Velunnara sem styðja þétt við bakið á félaginu með mánaðarlegum framlögum. Í nóvember heimsækjum við Selfoss.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?