Björn Teitsson 26. jún. 2021

70 andlit fyrir 70 ár - Alma Þórarinsson

  • Alma

Alma Þórarinsson var fyrsti yfirlæknir Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins og var brautryðjandi í íslenskri heilbrigðissögu. 

Alma Anna Þórarinsson (1922-2011) var einn mesti frumkvöðull sem um getur í heilbrigðissögu Íslendinga. Hún var fyrsti yfirlæknir Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins og gegndi því starfi frá stofnun 1964 til ársins 1972. Áður en kom að formlegri stofnun hafði Alma barist fyrir því að lýðgrunduð leghálsskoðun yrði hafin meðal íslenskra kvenna sem mikilvæg forvarnaraðgerð gegn krabbameinum.

Alma kynnti sér frumurannsóknir í Glasgow og Osló snemma á 7. áratugnum. Til Leitarstöðvarinnar réði hún einnig til starfa átta ungar konur sem höfðu lært frumugreiningu, flestar á Radiumhospitalet í Ósló. Leitarstarfið var kynnt fyrir íslenskum konum og þær hvattar til að mæta. Þetta var meðal annars gert með bæklingum og fræðslufundum í samstarfi við kvenfélög og önnur félagasamtök og fyllti Alma Gamla Bíó í þrígang þar sem hún hélt erindi og sýndi fræðslumyndir. Því má segja að Leitarstöðin hafi verið stofnuð af íslenskum konum, fyrir íslenskar konur.

Alma var einstaklega fjölhæf og fróðleiksfús alla tíð. Hún söðlaði um í læknisfræðinni og lauk sérnámi í geðlækningum árið 1979 og starfaði lengi vel sem sérfræðingur á Kleppspítala, Vífilsstaðaspítala og Landspítala. Þá var hún einn stofnmeðlima Svæfingalæknafélagsins. Í minningargrein um Ölmu sem var skrifuð af Hjalta Kristinssyni, barnabarni hennar, segir: „Amma var skemmtileg og við vorum góðir vinir alveg fram á hennar síðasta dag. Hún hafði svo gott fas, mikið jafnaðargeð og góðan húmor. Ég man varla eftir því að hafa séð hana reiða. Við hlógum mikið saman og hún tók sjálfa sig aldrei of alvarlega og hló eiginlega mest að sjálfri sér.“

Alma Þórarinsson er eitt af 70 andlitum Krabbameinsfélagsins á afmælisárinu 2021. Við ætlum að birta 70 myndir eða myndskeið af fólki sem hefur komið við sögu í baráttunni gegn krabbameinum í 70 ára sögu félagsins. Krabbameinsfélagið er rekið fyrir sjálfsaflafé með stuðningi frá íslenskum almenningi og fyrirtækjum. Við hvetjum fólk til að fylgjast með á instagram og facebook, myllumerkið er #70andlit


Fleiri nýjar fréttir

19. ágú. 2022 : Enn styrkist þekkingargrunnurinn sem undirstrikar mikilvægi forvarna gegn krabbameinum

Niðurstöður nýrrar rannsóknar sem birtust í Lancet tímaritinu í vikunni benda til þess að í næstum helmingi tilfella dauðsfalla af völdum krabbameina megi rekja orsök meinanna til áhættuþátta sem koma mætti í veg fyrir. Á meðal þessara áhættuþátta eru þeir þrír helstu tóbaksreykingar, áfengisneysla og of mikil líkamsþyngd.

Lesa meira
Gunnar Ármannsson hlaupari

18. ágú. 2022 : Heilsufarsávinningur fyrir þig og leið til að styðja góð málefni - það gerist varla betra!

Í gegnum áratugina hefur Reykjavíkurmaraþonið verið hvati margra til að fara að stunda regluleg hlaup og göngur sem er sannarlega frábært því að þeir sem stunda reglulega hreyfingu draga úr líkum á krabbameinum og fjölda annarra sjúkdóma.

Lesa meira

10. ágú. 2022 : Meðvera ný samskiptagátt bætir þjónustu við krabbameinssjúklinga

Krabbameinsfélagið er afar stolt af því að hafa átt þátt í að koma þessu þarfa verkefni á laggirnar. Það var brýnt að finna nýjar og nútímalegri leiðir til að tryggja og efla samskipti milli fagfólks og þeirra sem eru í krabbameinsmeðferð.

Lesa meira

9. ágú. 2022 : Embætti landlæknis og Krabbameinsfélagið endurnýja þjónustusamning um Krabbameinsskrá

Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins segir það mikið ánægjuefni að gengið hafi verið frá áframhaldandi samkomulagi um rekstur skrárinnar sem hefur verið starfrækt hjá félaginu af mikilli fagmennsku í nærri 70 ár. Það er trú okkar að með því að hún sé hluti af Rannsókna- og skráningarsetri félagsins séu bæði gæði og hagnýting skrárinnar sem best tryggð“ segir Halla.

Lesa meira

12. júl. 2022 : Slökkviliðsstörf eru krabbameinsvaldandi

Alþjóðlega krabbameinsrannsóknarstofnunin (IARC), hefur breytt hættu­flokk­un starfs slökkviliðsmanna í staðfest krabba­meinsvald­andi varðandi krabbamein í fleiðru og krabbamein í þvagblöðru.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?