Björn Teitsson 26. jún. 2021

70 andlit fyrir 70 ár - Alma Þórarinsson

  • Alma

Alma Þórarinsson var fyrsti yfirlæknir Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins og var brautryðjandi í íslenskri heilbrigðissögu. 

Alma Anna Þórarinsson (1922-2011) var einn mesti frumkvöðull sem um getur í heilbrigðissögu Íslendinga. Hún var fyrsti yfirlæknir Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins og gegndi því starfi frá stofnun 1964 til ársins 1972. Áður en kom að formlegri stofnun hafði Alma barist fyrir því að lýðgrunduð leghálsskoðun yrði hafin meðal íslenskra kvenna sem mikilvæg forvarnaraðgerð gegn krabbameinum.

Alma kynnti sér frumurannsóknir í Glasgow og Osló snemma á 7. áratugnum. Til Leitarstöðvarinnar réði hún einnig til starfa átta ungar konur sem höfðu lært frumugreiningu, flestar á Radiumhospitalet í Ósló. Leitarstarfið var kynnt fyrir íslenskum konum og þær hvattar til að mæta. Þetta var meðal annars gert með bæklingum og fræðslufundum í samstarfi við kvenfélög og önnur félagasamtök og fyllti Alma Gamla Bíó í þrígang þar sem hún hélt erindi og sýndi fræðslumyndir. Því má segja að Leitarstöðin hafi verið stofnuð af íslenskum konum, fyrir íslenskar konur.

Alma var einstaklega fjölhæf og fróðleiksfús alla tíð. Hún söðlaði um í læknisfræðinni og lauk sérnámi í geðlækningum árið 1979 og starfaði lengi vel sem sérfræðingur á Kleppspítala, Vífilsstaðaspítala og Landspítala. Þá var hún einn stofnmeðlima Svæfingalæknafélagsins. Í minningargrein um Ölmu sem var skrifuð af Hjalta Kristinssyni, barnabarni hennar, segir: „Amma var skemmtileg og við vorum góðir vinir alveg fram á hennar síðasta dag. Hún hafði svo gott fas, mikið jafnaðargeð og góðan húmor. Ég man varla eftir því að hafa séð hana reiða. Við hlógum mikið saman og hún tók sjálfa sig aldrei of alvarlega og hló eiginlega mest að sjálfri sér.“

Alma Þórarinsson er eitt af 70 andlitum Krabbameinsfélagsins á afmælisárinu 2021. Við ætlum að birta 70 myndir eða myndskeið af fólki sem hefur komið við sögu í baráttunni gegn krabbameinum í 70 ára sögu félagsins. Krabbameinsfélagið er rekið fyrir sjálfsaflafé með stuðningi frá íslenskum almenningi og fyrirtækjum. Við hvetjum fólk til að fylgjast með á instagram og facebook, myllumerkið er #70andlit


Fleiri nýjar fréttir

21. okt. 2021 : Fjölsótt málþing skorar á heil­brigðis­yfir­völd að setja brjósta­heilsu í for­gang

Málþing um brjóstakrabbamein fór fram miðvikudaginn 20. október að viðstöddu fjölmenni. Auk þess var fylgst með dagskránni í gegnum streymisveitu Krabbameinsfélagsins á ríflega 100 stöðum um land allt.

Lesa meira

21. okt. 2021 : Tengsl milli mataræðis á unglingsárum og brjóstakrabbameins

Nýverið birtist íslensk vísindagrein í American Journal of Epidemiology um áhrif vaxtarhraða á unglingsárunum á áhættuna að greinast með krabbamein í brjóstum og í blöðruhálskirtli síðar á ævinni.

Lesa meira

15. okt. 2021 : Bleiki dagurinn er í dag

Við finnum fyrir mikilli stemmningu í samfélaginu fyrir deginum og til að mynda hafa fjölmörg fyrirtæki komið við hjá okkur og keypt slaufur, sokka, fánalengjur, blöðrur og servíettur fyrir Bleika kaffið.

Lesa meira

14. okt. 2021 : VERUM TIL - mál­þing um brjósta­krabba­mein

Bleikt málþing um brjóstakrabbamein fer fram miðvikudaginn 20. október kl. 17:00-18:15 á vegum Brjóstaheilla – Samhjálpar kvenna,Krabbameinsfélags höfuðborgarsvæðisins og Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins. 

Lesa meira
Halla Þorvaldsdóttir

14. okt. 2021 : Lífið breytir um lit

Bleikur október er runninn upp. Það er táknrænt að skipta um lit í október, í mánuðinum sem helgaður er krabbameinum hjá konum, því oftar en ekki er það líkast því að lífið skipti um lit þegar fólk greinist með krabbamein.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?