Björn Teitsson 23. apr. 2021

70 andlit fyrir 70 ár - Þorgrímur Þráinsson

  • Screen-Shot-2021-04-23-at-10.43.46

Krabbameinsfélagið fagnar 70 ára afmæli í ár og af því tilefni ætlum við að birta myndir eða myndskeið af 70 andlitum sem tengjast hvort heldur félaginu eða baráttunni gegn krabbameinum á undanförnum sjö áratugum. 

Fólk í dag á erfitt með að skilja hve reykingar voru stórt vandamál á Íslandi. Undir lok 8. áratugar síðustu aldar, reyktu rétt tæplega helmingur allra 16 ára barna. Til að breyta þessu þurfti samhent átak og þar var Krabbameinsfélagið í forystu. Á 10. áratugnum varð Þorgrímur Þráinsson andlit baráttunnar gegn reykingum. Hann sýndi mikið hugrekki gegn miklu mótlæti. Hann mátti heyra alls kyns aðfinnslur og fólk hringdi jafnvel heim til hans um miðjar nætur, hótandi Þorgrími eða Ragnhildi, konu hans. Í dag reykja sárafáir. Börn vita ekki hvaða fyrirbæri öskubakki er. Það gerðist ekki af sjálfu sér. En af þeim árangri getum við verið stolt.

https://www.youtube.com/watch?v=W8Px09eRFlU 

Þorgrímur Þráinsson er eitt af 70 andlitum Krabbameinsfélagsins, á afmælisárinu 2021. Við ætlum að birta 70 myndir eða myndskeið af fólki sem hefur komið við sögu í baráttunni gegn krabbameinum í 70 ára sögu félagsins. Við hvetjum til að fólk fylgist með, myllumerkið er #70andlit


Fleiri nýjar fréttir

9. jún. 2023 : Láttu mig vita ef ég get gert eitthvað fyrir þig

Þegar einhver í kringum okkur greinist með krabbamein er eðlilegt að upplifa óöryggi. þótt flestir vilji leggja sitt af mörkum til að vera til staðar getur óttinn við að segja ekki réttu hlutina eða að vita ekki hvað á að segja leitt til þess að jafnvel verði minna samband við viðkomandi en áður.

Lesa meira

30. maí 2023 : Bylting - hálfur milljarður til krabbameinsrannsókna

Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins hefur frá stofnun sjóðsins árið 2015 styrkt 41 krabbameinsrannsókn um samanlagt 384 miljónir króna. Næsta úthlutun úr sjóðnum verður í júní næstkomandi.

Lesa meira

30. maí 2023 : Krabbameinsskimanir – mikið fyrir lítið

Áratugir eru síðan skimanir fyrir legháls- og brjóstakrabbameini voru teknar upp á Íslandi. Þær hafa fyrir löngu sannað gildi sitt þó þær veiti aldrei fullkomna vörn. Konur hér á landi hafa með afgerandi hætti sýnt að þær kunna að meta aðgengi að þeim.

Lesa meira

30. maí 2023 : Á Ís­landi greinast um 1800 manns á hverju ári með krabba­mein

Þeir gætu verið færri. Þó að ekki sé hægt að koma í veg fyrir öll krabbamein sýna rannsóknir að áhættuþættir margra krabbameina tengjast lífsstíl. Með bættri lýðheilsu þjóðar er hægt að fækka verulega ákveðnum krabbameinum.

Lesa meira

28. maí 2023 : Lokað 30. maí í ráðgjafarþjónustu vegna vinnufundar ráðgjafarteymis

Lokaða verður hjá ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins þriðjudaginn 30. maí vegna vinnufundar ráðgjafarteymis. Hægt er að senda fyrirspurnir og erindi á radgjof@krabb.is og er þeim svarað eins fljótt og hægt er.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?