Birna Þórisdóttir 6. jún. 2020

69 milljón króna fjárfesting í framförum

Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins veitir 69 milljónum króna til 11 rannsókna árið 2020. Úthlutun ársins var kynnt á aðalfundi félagsins þann 6. júní.

Úthlutað var úr sjóðnum í fjórða sinn og nam heildarupphæð styrkja rúmlega 69 milljónum króna. Alls bárust 27 umsóknir um styrk úr sjóðnum. Eftir umfjöllun Vísindaráðs Krabbameinsfélagsins valdi stjórn Vísindasjóðs 11 rannsóknir sem hlutu styrki að upphæð frá 1,8 milljónir upp í 10 milljónir króna.

Markmið sjóðsins er að efla íslenskar rannsóknir á krabbameinum með því að styrkja árlega með fjárframlögum rannsóknir á orsökum krabbameina, forvörnum, meðferð og lífsgæðum sjúklinga.

Vísindasjóðurinn var stofnaður í desember 2015 með framlögum frá Krabbameinsfélaginu og aðildarfélögum þess. Auk þess rann minningarsjóður Ingibjargar Guðjónsdóttur Johnson og sjóður Kristínar Björnsdóttur inn í sjóðinn. Formaður sjóðsstjórnar er Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítala og prófessor.

Krabbameinsfélagið óskar styrkhöfum innilega til hamingju. 

https://youtu.be/H_3oAVhsMOU

Upplýsingar um allar rannsóknirnar 30 sem hafa hlotið styrki úr sjóðnum frá fyrstu úthlutun vorið 2017, krabbameinsrannsóknir almennt, Vísindasjóðinn og umsóknarferlið má finna á nýuppfærðri heimasíðu Vísindasjóðs.

Verkefni sem hljóta styrki úr Vísindasjóði Krabbameinsfélagsins árið 2020:


Styrkhafi Upphæð Verkefni
Andri Steinþór Björnsson 9.276.000 Áhrif skimunar fyrir forstigi mergæxlis á andlega heilsu
Birna Baldursdóttir 4.980.000 Prófun á gangvirku ákvörðunartæki sem aðstoðar karlmenn, sem greinst hafa með staðbundið blöðruhálskirtilskrabbamein, við ákvörðunartöku um meðferðarleið
Bylgja Hilmarsdóttir 3.100.000 Þróun örvefjalíkana úr briskrabbameini og notkun þeirra sem módel fyrir notkun PARP hindra í meðferð
Erna Magnúsdóttir 10.000.000 BLIMP1 miðluð stjórnun á frumuhring í Waldenströmsæxlum
Gunnhildur Ásta Traustadóttir 4.500.000 Hlutverk peroxidasin í eðlilegum og illkynja brjóstkirtli
Hans Tómas Björnsson 9.122.525 Kortlagning kæliferilsins í krabbameinsfrumum til að varpa ljósi á ný meðferðarmörk, áhrif á lifun og meðferðarsvörun
Inga Reynisdóttir 1.840.000 Aukin tjáning Vacuole Membrane Protein 1 (VMP1) tengist verri horfum sjúklinga með HER2 brjóstakrabbamein
Margrét Helga Ögmundsdóttir 8.500.000 Sjálfsát í krabbameinum: Greining á spendýrasértæku hlutverki ATG7
Ragnar Grímur Bjarnason 4.320.000 Síðbúnar afleiðingar krabbameina í æsku: Heilsufar, lífsgæði og hjarta- og efnaskiptatengdir áhættuþættir á fullorðinsaldri
Sigurður Guðjónsson 4.300.000 Þvagvegakrabbamein á Íslandi: Faraldsfræði, greining, meðferð og afdrif sjúklinga
Þórhildur Halldórsdóttir 9.295.000 Seinkun aldursklukkunnar: Dregur ljósameðferð úr flýttri líffræðilegri öldrun hjá konum eftir brjóstakrabbameinsmeðferð?

Fleiri nýjar fréttir

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

12. apr. 2024 : Saga Ómars Einarssonar

Ómar fékk krabbamein í háls, árið 2008, á sama tíma og Geir H. Haarde blessaði Ísland. Hann var geislaður í upphafi og síðar skorinn. Í framhaldinu var honum bent á að hitta Ragnar Davíðsson, formann félagsins Ný rödd, sem er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins. Ragnar hafi hjálpað sér og öðrum mikið.

Lesa meira

8. apr. 2024 : Frábær þátttaka í Skegg­keppni Mottu­mars 2024

Þátttakendur í Skeggkeppni Krabbameinsfélagsins þetta árið voru 360 talsins og alls söfnuðust rétt rúmlega 7,3 milljónir króna. Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim sem tóku þátt og öllum sem styrktu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?