Birna Þórisdóttir 24. sep. 2019

Alþjóðlegur dagur krabbameinsrannsókna í dag

Markmið dagsins er að vekja athygli alþjóðasamfélagsins á mikilvægi krabbameinsrannsókna og þeim miklu framförum sem hafa átt sér stað fyrir tilstilli þeirra. 

Einn af hverjum þremur Íslendingum má búast við að greinast með krabbamein á lífsleiðinni. Mikil framþróun hefur átt sér stað varðandi greiningar og meðferðir og nú er svo komið að um 72% þeirra sem greinast með krabbamein eru á lífi fimm árum síðar. Í dag eru rúmlega 15 þúsund Íslendingar á lífi sem greinst hafa með krabbamein og þeim fer hratt fjölgandi. Meðal helstu áskorana næstu ára er að finna leiðir til að hægja á framvindu krabbameina, bæta lífsgæði þeirra sem greinast með krabbamein auk þess að bæta enn frekar meðferð og lifun. Krabbameinsrannsóknir eru nauðsynlegur þáttur í baráttunni gegn krabbameinum.

Alþjóðlegur dagur krabbameinsrannsókna gefur okkur tækifæri til vitundavakningar og að skuldbinda okkur sem einstaklingar og samfélag til að styðja krabbameinsrannsóknir í orði og gjörðum. Dagurinn gefur okkur líka tækifæri til að gleðjast yfir þeim framförum sem hafa átt sér stað fyrir tilstilli krabbameinsrannsókna, vísindafólkinu sem leggur dag og nótt við rannsóknir og einstaklingana og sjóðina sem styrkja þær.

Hjá Krabbameinsfélaginu fer fram fjölbreytt rannsóknarstarf og má helst nefna rannsóknir úr efnivið Krabbameinsskrár. Starfsfólk félagsins birtir fjölmargar vísindagreinar á hverju ári.

Krabbameinsfélagið heldur einnig úti öflugum vísindasjóði sem hefur á undanförum þremur árum styrkt 24 íslenskar krabbameinsrannsóknir um alls 160 milljónir króna.

Miðlun vísindaniðurstaðna á fjölbreyttum vettvangi skiptir líka máli og næstkomandi laugardag, 28. september kl. 15-20 tekur Krabbameinsfélagið þátt í Vísindavöku Rannís í Laugardalshöll.

Við gleðjumst yfir deginum og þökkum ykkur sem takið þátt í framförum krabbameinsrannsókna með stuðningi ykkar og velvilja. Áfram krabbameinsrannsóknir!

Á vefsíðu alþjóðlega krabbameinsdagsins, World Cancer Research Day, er að finna ýmsar upplýsingar og ykkur boðið að taka þátt í deginum með því að skrifa undir yfirlýsingu til stuðnings krabbameinsrannsókna


Fleiri nýjar fréttir

30. maí 2023 : Bylting - hálfur milljarður til krabbameinsrannsókna

Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins hefur frá stofnun sjóðsins árið 2015 styrkt 41 krabbameinsrannsókn um samanlagt 384 miljónir króna. Næsta úthlutun úr sjóðnum verður í júní næstkomandi.

Lesa meira

30. maí 2023 : Krabbameinsskimanir – mikið fyrir lítið

Áratugir eru síðan skimanir fyrir legháls- og brjóstakrabbameini voru teknar upp á Íslandi. Þær hafa fyrir löngu sannað gildi sitt þó þær veiti aldrei fullkomna vörn. Konur hér á landi hafa með afgerandi hætti sýnt að þær kunna að meta aðgengi að þeim.

Lesa meira

30. maí 2023 : Á Ís­landi greinast um 1800 manns á hverju ári með krabba­mein

Þeir gætu verið færri. Þó að ekki sé hægt að koma í veg fyrir öll krabbamein sýna rannsóknir að áhættuþættir margra krabbameina tengjast lífsstíl. Með bættri lýðheilsu þjóðar er hægt að fækka verulega ákveðnum krabbameinum.

Lesa meira

28. maí 2023 : Lokað 30. maí í ráðgjafarþjónustu vegna vinnufundar ráðgjafarteymis

Lokaða verður hjá ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins þriðjudaginn 30. maí vegna vinnufundar ráðgjafarteymis. Hægt er að senda fyrirspurnir og erindi á radgjof@krabb.is og er þeim svarað eins fljótt og hægt er.

Lesa meira

25. maí 2023 : Bjóðum Brakkasamtökin velkomin í hópinn

Á aðalfundi Krabbameinsfélagsins var staðfest ákvörðun stjórnar um aðild Brakkasamtakanna að Krabbameinsfélagi Íslands. Krabbameinsfélagið fagnar ákvörðun aðalfundarins og býður Brakkasamtökin velkomin í hópinn.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?