Guðmundur Pálsson 11. maí 2022 : Málþing: Krabba­meins­áætlun - á áætlun?

Málþing Krabbameinsfélags Íslands, laugardaginn 21. maí kl. 10 – 12 í Skógarhlíð 8, Reykjavík. Erindi á málþinginu flytja fulltrúar danska Krabbameinsfélagsins, íslenska Krabbameinsfélagsins, Landspítala, heilbrigðisráðuneytisins auk landlæknis.

Ása Sigríður Þórisdóttir 11. maí 2022 : 70 andlit í 70 ár - Lára Vigfúsdóttir

Fólk sem vill láta gott af sér leiða eftir sinn dag arfleiðir Krabbameinsfélagið reglulega að eigum sínum eða hluta þeirra. Lára Vigfúsdóttir, innanhússarkitekt frá Vestmannaeyjum er ein þeirra. Hennar erfðagjöf gerði Krabbameinsfélaginu mögulegt að bjóða fyrstu árgöngum sem boðið var í skimun fyrir legháls- og brjóstakrabbameinum á árinu 2020 ókeypis skimun. 

Ása Sigríður Þórisdóttir 11. maí 2022 : 70 andlit fyrir 70 ár - Sigrún Gunnarsdóttir

Sigrún Gunnarsdóttir hjúkrunarfræðingur og prófessor við Háskóla Íslands var kjörin formaður Krabbameinsfélagsins á aðalfundi félagsins árið 2016, til tveggja ára.

Ása Sigríður Þórisdóttir 11. maí 2022 : 70 andlit fyrir 70 ár - Snorri Ingimarsson

Snorri Ingimarsson læknir var fyrsti forstjóri Krabbameinsfélagsins og gegndi starfinu frá 1984 - 1988. Snorri var mjög áhugasamur um krabbamein og krabbameinsfræði og lét sig mjög varða málefni þeirra sem greinast með krabbamein, bæði hér á landi og á alþjóðavettvangi.

Ása Sigríður Þórisdóttir 11. maí 2022 : 70 andlit fyrir 70 ára - Ragnheiður Haraldsdóttir

Ragnheiður Haraldsdóttir hjúkrunarfræðingur var forstjóri Krabbameinsfélagsins á árunum 2010 til 2015. Hún var afar framsýn og á hennar starfstíma var unnin hnitmiðuð stefnumótun fyrir félagið auk þess sem mjög stór framfaraverkefni voru ýmist undirbúin eða framkvæmd. Má þar nefna íslenska krabbameinsáætlun, sem Ragnheiður var mikill talsmaður fyrir. 

Ása Sigríður Þórisdóttir 9. maí 2022 : Gengið þrjá og hálfan hring í kringum landið

Þökkum öllum þeim fjölmörgu sem tóku þátt í Styrkleikunum á Selfossi með okkur. Myndirnar sem hér fylgja segja allt um þá einstöku stemmingu og samhug sem einkenndi leikanna.

Guðmundur Pálsson 2. maí 2022 : Starfsfólk í námsferð til Danmerkur

Starfsemi Krabbameinsfélagsins verður takmörkuð dagana 3. – 5. maí vegna námsferðar starfsmanna til Kaupmannahafnar

Síða 2 af 2

Fleiri nýjar fréttir

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

12. apr. 2024 : Saga Ómars Einarssonar

Ómar fékk krabbamein í háls, árið 2008, á sama tíma og Geir H. Haarde blessaði Ísland. Hann var geislaður í upphafi og síðar skorinn. Í framhaldinu var honum bent á að hitta Ragnar Davíðsson, formann félagsins Ný rödd, sem er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins. Ragnar hafi hjálpað sér og öðrum mikið.

Lesa meira

8. apr. 2024 : Frábær þátttaka í Skegg­keppni Mottu­mars 2024

Þátttakendur í Skeggkeppni Krabbameinsfélagsins þetta árið voru 360 talsins og alls söfnuðust rétt rúmlega 7,3 milljónir króna. Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim sem tóku þátt og öllum sem styrktu.

Lesa meira

25. mar. 2024 : Saga Sigurgeirs Líndal Ingólfssonar

Sigurgeir segir að fræðslan og kynningin í kringum Mottumars sé þýðingarmikil og hafi ýtt við honum þegar einkenni gerðu vart við sig og gert það að verkum að hann fór til læknis. Einkennin voru ekki ólík þvagfærasýkingu en það var einmitt svarið sem hann fékk fyrst þegar hann leitaði sér hjálpar.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?