Guðmundur Pálsson 11. maí 2022 : Málþing: Krabba­meins­áætlun - á áætlun?

Málþing Krabbameinsfélags Íslands, laugardaginn 21. maí kl. 10 – 12 í Skógarhlíð 8, Reykjavík. Erindi á málþinginu flytja fulltrúar danska Krabbameinsfélagsins, íslenska Krabbameinsfélagsins, Landspítala, heilbrigðisráðuneytisins auk landlæknis.

Ása Sigríður Þórisdóttir 11. maí 2022 : 70 andlit í 70 ár - Lára Vigfúsdóttir

Fólk sem vill láta gott af sér leiða eftir sinn dag arfleiðir Krabbameinsfélagið reglulega að eigum sínum eða hluta þeirra. Lára Vigfúsdóttir, innanhússarkitekt frá Vestmannaeyjum er ein þeirra. Hennar erfðagjöf gerði Krabbameinsfélaginu mögulegt að bjóða fyrstu árgöngum sem boðið var í skimun fyrir legháls- og brjóstakrabbameinum á árinu 2020 ókeypis skimun. 

Ása Sigríður Þórisdóttir 11. maí 2022 : 70 andlit fyrir 70 ár - Sigrún Gunnarsdóttir

Sigrún Gunnarsdóttir hjúkrunarfræðingur og prófessor við Háskóla Íslands var kjörin formaður Krabbameinsfélagsins á aðalfundi félagsins árið 2016, til tveggja ára.

Ása Sigríður Þórisdóttir 11. maí 2022 : 70 andlit fyrir 70 ár - Snorri Ingimarsson

Snorri Ingimarsson læknir var fyrsti forstjóri Krabbameinsfélagsins og gegndi starfinu frá 1984 - 1988. Snorri var mjög áhugasamur um krabbamein og krabbameinsfræði og lét sig mjög varða málefni þeirra sem greinast með krabbamein, bæði hér á landi og á alþjóðavettvangi.

Ása Sigríður Þórisdóttir 11. maí 2022 : 70 andlit fyrir 70 ára - Ragnheiður Haraldsdóttir

Ragnheiður Haraldsdóttir hjúkrunarfræðingur var forstjóri Krabbameinsfélagsins á árunum 2010 til 2015. Hún var afar framsýn og á hennar starfstíma var unnin hnitmiðuð stefnumótun fyrir félagið auk þess sem mjög stór framfaraverkefni voru ýmist undirbúin eða framkvæmd. Má þar nefna íslenska krabbameinsáætlun, sem Ragnheiður var mikill talsmaður fyrir. 

Ása Sigríður Þórisdóttir 9. maí 2022 : Gengið þrjá og hálfan hring í kringum landið

Þökkum öllum þeim fjölmörgu sem tóku þátt í Styrkleikunum á Selfossi með okkur. Myndirnar sem hér fylgja segja allt um þá einstöku stemmingu og samhug sem einkenndi leikanna.

Guðmundur Pálsson 2. maí 2022 : Starfsfólk í námsferð til Danmerkur

Starfsemi Krabbameinsfélagsins verður takmörkuð dagana 3. – 5. maí vegna námsferðar starfsmanna til Kaupmannahafnar

Síða 2 af 2

Fleiri nýjar fréttir

9. jún. 2023 : Láttu mig vita ef ég get gert eitthvað fyrir þig

Þegar einhver í kringum okkur greinist með krabbamein er eðlilegt að upplifa óöryggi. þótt flestir vilji leggja sitt af mörkum til að vera til staðar getur óttinn við að segja ekki réttu hlutina eða að vita ekki hvað á að segja leitt til þess að jafnvel verði minna samband við viðkomandi en áður.

Lesa meira

30. maí 2023 : Bylting - hálfur milljarður til krabbameinsrannsókna

Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins hefur frá stofnun sjóðsins árið 2015 styrkt 41 krabbameinsrannsókn um samanlagt 384 miljónir króna. Næsta úthlutun úr sjóðnum verður í júní næstkomandi.

Lesa meira

30. maí 2023 : Krabbameinsskimanir – mikið fyrir lítið

Áratugir eru síðan skimanir fyrir legháls- og brjóstakrabbameini voru teknar upp á Íslandi. Þær hafa fyrir löngu sannað gildi sitt þó þær veiti aldrei fullkomna vörn. Konur hér á landi hafa með afgerandi hætti sýnt að þær kunna að meta aðgengi að þeim.

Lesa meira

30. maí 2023 : Á Ís­landi greinast um 1800 manns á hverju ári með krabba­mein

Þeir gætu verið færri. Þó að ekki sé hægt að koma í veg fyrir öll krabbamein sýna rannsóknir að áhættuþættir margra krabbameina tengjast lífsstíl. Með bættri lýðheilsu þjóðar er hægt að fækka verulega ákveðnum krabbameinum.

Lesa meira

28. maí 2023 : Lokað 30. maí í ráðgjafarþjónustu vegna vinnufundar ráðgjafarteymis

Lokaða verður hjá ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins þriðjudaginn 30. maí vegna vinnufundar ráðgjafarteymis. Hægt er að senda fyrirspurnir og erindi á radgjof@krabb.is og er þeim svarað eins fljótt og hægt er.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?