Ása Sigríður Þórisdóttir 30. maí 2022 : 70 andlit fyrir 70 ár - Kolbrún Silja Ásgeirsdóttir

Kolbrún Silja Ásgeirsdóttir var fjáröflunar- og markaðsstjóri Krabbameinsfélagsins, frá desember 2015 þar til nú í maí 2022.

Ása Sigríður Þórisdóttir 27. maí 2022 : Upptaka af málþingi um krabbameinsáætlun

Krabbameinsfélagið stóð fyrir málþingi 21. maí sem bar heitið „Krabbameinsáætlun - á áætlun?". Húsfylli var á málþinginu og fyrirlesarar voru sammála um mikilvægi áætlunarinnar varðandi allan árangur tengdan krabbameinum í framtíðinni.

Ása Sigríður Þórisdóttir 27. maí 2022 : Verkís styrkir Krabbameinsfélagið

Í tilefni 90 ára afmælis verkfræðistofunnar Verkís veitti stofan Krabbameinsfélagi Íslands – Styrkleikunum, veglegan styrk sem Egill Viðarsson, framkvæmdastjóri Verkís, Helgi Þór Helgason, formaður stjórnar Verkís og Susanne Freuler, varaformaður stjórnar Verkís, afhentu félaginu.

Ása Sigríður Þórisdóttir 25. maí 2022 : Evrópska krabba­meins­vikan: Þetta er krabba­meins­áætlunin þín!

Krabbameinsvika Samtaka evrópsku krabbameinsfélaganna (European week against cancer) stendur nú yfir. Þá er vakin athygli á ýmsum þáttum sem skipta máli í því marghliða verkefni sem krabbamein er. Í ár er vakin athygli á því hlutverki sem hvert og eitt okkar hefur í því að stuðla að innleiðingu krabbameinsáætlunar Evrópusambandsins sem miðar að því að sigrast á krabbameini (Europe´s Beating Cancer Plan).

Ása Sigríður Þórisdóttir 25. maí 2022 : Samfélagsviðurkenning Krabbameinsfélagsins veitt í fyrsta sinn

Viðurkenninguna hlutu þær Edda Sævarsdóttir, Elín Sandra Skúladóttir, formaður Krafts, stuðningsfélags fyrir ungt fólk með krabbamein og Erna Bjarnadóttir fyrir að stíga fram og skapa vettvang fyrir fólkið í landinu til að sýna í orði og verki að skimanir fyrir krabbameinum skipta máli.

Ása Sigríður Þórisdóttir 25. maí 2022 : Bjóðum Sigríði velkomna

Gengið hefur verið frá ráðningu Sigríðar Gunnarsdóttur í starf forstöðumanns Rannsókna- og skráningarseturs Krabbameinsfélagsins. Sigríður tekur við starfinu þann 1. október nk.

Guðmundur Pálsson 24. maí 2022 : Sumar­happ­drætti Krabba­meins­félags­ins: Stuðn­ingur við marg­þætta starfsemi

Nú hafa verið sendir út miðar í sumarhappdrætti Krabbameinsfélagsins. Í því fá karlar heimsenda miða. Vinningar eru að þessu sinni 268 talsins að verðmæti um 53,4 milljónir króna. 

Ása Sigríður Þórisdóttir 24. maí 2022 : 70 andlit í 70 ár - Gunnlaugur Snædal

Gunnlaugur Snædal prófessor var formaður Krabbameinsfélags Íslands frá 1979 til 1988 en hafði þá verið í stjórninni í eitt ár. Hann var formaður Krabbameinsfélags Reykjavíkur frá 1966 til 1979.

Ása Sigríður Þórisdóttir 24. maí 2022 : 70 andlit fyrir 70 ár - Ólafur Bjarnason

Ólafur Bjarnason prófessor var formaður Krabbameinsfélags Íslands frá 1973 til 1979 en hafði verið í stjórn Krabbameinsfélags Reykjavíkur frá 1949 og í undirbúningsnefnd að stofnun þess félags. 

Ása Sigríður Þórisdóttir 17. maí 2022 : 70 ár fyrir 70 andlit - Bjarni Bjarnason

Bjarni Bjarnason læknir var formaður Krabbameinsfélags Íslands frá 1966 til 1973 en hafði áður verið varaformaður þess síðan 1960. Hann var í stjórn Krabbameinsfélags Reykjavíkur frá 1951 og formaður frá 1960 til 1965. 

Ása Sigríður Þórisdóttir 16. maí 2022 : 70 andlit fyrir 70 ár - Guðbjartur Hannesson

Alþjóðlegi krabbameinsdagurinn 4. febrúar 2011 var merkisdagur. Þá tilkynnti Guðbjartur Hannesson, velferðarráðherra á árunum 2011 til 2013, að hann hygðist láta vinna krabbameinsáætlun fyrir Ísland. Ákvörðunina tengdi hann 60 ára afmæli Krabbameinsfélagsins.

Ása Sigríður Þórisdóttir 12. maí 2022 : Bjóðum Hörpu velkomna

Við erum stolt af því að bjóða nýjan starfsmann, Hörpu Ásdísi félagsráðgjafa, til starfa í ráðgjafarteymi Krabbameinsfélagsins. Harpa vann hjá Félagsþjónustu Reykjavíkur í 9 ár, áður en hún færði sig yfir á Reykjalund þar sem hún starfaði síðastliðin 22 ár.

Síða 1 af 2

Fleiri nýjar fréttir

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

12. apr. 2024 : Saga Ómars Einarssonar

Ómar fékk krabbamein í háls, árið 2008, á sama tíma og Geir H. Haarde blessaði Ísland. Hann var geislaður í upphafi og síðar skorinn. Í framhaldinu var honum bent á að hitta Ragnar Davíðsson, formann félagsins Ný rödd, sem er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins. Ragnar hafi hjálpað sér og öðrum mikið.

Lesa meira

8. apr. 2024 : Frábær þátttaka í Skegg­keppni Mottu­mars 2024

Þátttakendur í Skeggkeppni Krabbameinsfélagsins þetta árið voru 360 talsins og alls söfnuðust rétt rúmlega 7,3 milljónir króna. Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim sem tóku þátt og öllum sem styrktu.

Lesa meira

25. mar. 2024 : Saga Sigurgeirs Líndal Ingólfssonar

Sigurgeir segir að fræðslan og kynningin í kringum Mottumars sé þýðingarmikil og hafi ýtt við honum þegar einkenni gerðu vart við sig og gert það að verkum að hann fór til læknis. Einkennin voru ekki ólík þvagfærasýkingu en það var einmitt svarið sem hann fékk fyrst þegar hann leitaði sér hjálpar.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?