Björn Teitsson 26. feb. 2021 : Mottumars er farinn af stað!

Þótt febrúar sé enn í andarslitunum var Mottumars settur með formlegum hætti í dag. Fulltrúar Landhelgisgæslunnar og Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins þáðu þá skeggsnyrtingu frá Herramönnum. 

Björn Teitsson 25. feb. 2021 : Mataræði skiptir máli - uppskrift að dýrindis þorskrétti og eftirrétti í kaupbæti

Sigríður Gunnarsdóttir er höfundur fjölda matreiðslubóka og þekktur matgæðingur. Hún er búsett í Antony, í úthverfi Parísar, og leggur ávallt áherslu á hollan og bragðgóðan mat úr úrvalshráefnum. 

Björn Teitsson 25. feb. 2021 : Sameiginleg yfirlýsing Heilsugæslunnar og Landspítala vegna skimunarverkefnis

Heilsugæslan og Landspítali eru samstíga við yfirfærslu skimunarverkefnis, segir í sameiginlegri yfirlýsingu. Krabbameinsfélagið ítrekar óskir sínar um velfarnað í því mikilvæga verkefni og hvetur konur til þátttöku. 

Björn Teitsson 24. feb. 2021 : Viðbrögð Krabbameinsfélagsins við hlutaúttekt Embættis landlæknis á Leitarstöð Krabbameinsfélagsins

Hlutaúttekt Embættis landlæknis er komin út en unnið hefur verið að henni síðan í september 2020. Krabbameinsfélagið fagnar því að niðurstöður liggi fyrir og þakkar embættinu fyrir samstarfið við gerð úttektarinnar. 

Björn Teitsson 24. feb. 2021 : Leiðrétting vegna frétta um biðtíma leghálssýna

Biðtími eftir niðurstöðum leghálssýna hjá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins varð lengstur átta vikur en ekki fjórir mánuðir. 

Björn Teitsson 22. feb. 2021 : Dregur úr áhættudrykkju

Nokkuð hefur dregið úr óhóflegri neyslu áfengis, eða það sem hefur verið skilgreint sem áhættudrykkja. Enn eru þó fjölmargir Íslendingar sem drekka áfengi í hverri viku en áfengi er staðfestur krabbameinsvaldur. 


Ása Sigríður Þórisdóttir 12. feb. 2021 : Styrkir til krabbameins­rannsókna

Opið er fyrir umsóknir um styrki úr Vísindasjóði Krabbameinsfélagsins. Umsóknarfrestur er til og með 9. mars 2021.

Ása Sigríður Þórisdóttir 12. feb. 2021 : Mataræði skiptir máli - Uppskrift að gómsætu steikarsalati

Með hollu og fjölbreyttu mataræði í hæfilegu magni má minnka líkur á krabbameinum. Ein leið til að draga úr neyslu á rauðu kjöti er að hafa það ekki alltaf í aðalhlutverki þó það sé hluti af máltíðinni.Við fengum spennandi uppskrift af steikarsalati frá Pétri Jónssyni tónskáldi.

Ása Sigríður Þórisdóttir 11. feb. 2021 : Mottumars: Einn fyrir alla, allir fyrir einn!

Nú styttist í Mottumars, árlega vitundarvakningu Krabbameinsfélagsins um krabbamein hjá körlum. Í ár endurvekjum við Mottukeppnina. Með henni sýna karlar samstöðu sem skiptir öllu máli. Þriðji hver karlmaður getur því miður reiknað með að greinast með krabbamein á lífsleiðinni og hinir tveir eru feður, bræður, synir og vinir.

Björn Teitsson 9. feb. 2021 : Prjónagjöf í Skógarhlíð

Það ljómaði allt af fegurð og gleði í Skógarhlíðinni í dag þegar Dóra Harðardóttir kom færandi hendi, og það ekki í fyrsta sinn.

Ása Sigríður Þórisdóttir 4. feb. 2021 : Alþjóðadagur gegn krabbameinum #4 Stuðningur

Í dag 4. febrúar er alþjóðadagur gegn krabbameinum. Tilgangur dagsins er að hvetja til umbóta og eflingar á sviði forvarna, greiningar og meðferða gegn krabbameinum.

Ása Sigríður Þórisdóttir 3. feb. 2021 : Alþjóðadagur gegn krabbameinum #3 Meðferð

Meðferðarúrræði batna stöðugt. Þó við séum ekki heilbrigðisstarfsmenn eða vísindamenn getum við öll lagt eitthvað af mörkum til að styðja fólk sem er í meðferð.

Síða 1 af 2

Fleiri nýjar fréttir

29. sep. 2023 : Slökkti fyrst eld og keypti svo Bleiku slaufuna

Það hefur vonandi ekki farið framhjá neinum að sala Bleiku slaufunnar hófst á miðnætti í dag, 29. september. Nágranni Krabbameinsfélagsins, Bergrún Ingimarsdóttir, varð fyrst til að tryggja sér slaufu ársins. Það mátti þó litlu muna að það tækist ekki vegna elds sem hún þurfti að ráða niðurlögum að.

Lesa meira

27. sep. 2023 : Bleika slaufan 2023

Gullsmiðirnir Lovísa Halldórsdóttir (by lovisa) og Unnur Eir Björnsdóttir (EIR) eru hönnunarteymið á bak við Bleiku slaufuna í ár. Það er óhætt að segja að þeim hafi tekist ætlunarverk sitt, en slaufan í ár er sú bleikasta sem við höfum séð lengi

Lesa meira

26. sep. 2023 : "Mikilvægt að segja líka frá því sem gengur vel"

Styttri legutími, skjótari bati, lægri dánartíðni og betri lifun. Ný aðferðafræði við skurðaðgerðir við lungnakrabbameini var tekin upp nærri því á einni nóttu og hefur gefið reglulega góða raun í baráttunni gegn lungnakrabbameini. Tómas Guðbjartsson skurðlæknir og Viktor Ásbjörnsson læknanemi segja hér frá byltingarkenndri þróun í skurðaðgerðum við lungnakrabbameini og mikilvægi rannsókna og stuðnings við þær fyrir framþróun í málaflokkinum. 

Lesa meira

26. sep. 2023 : Takk fyrir komuna

Nýafstaðið málþing í tilefni af alþjóðadegi krabbameinsrannsókna vakti greinilega forvitni margra, því húsfyllir var í Skógarhlíðinni auk þess sem fjölmargir fylgdust með í streymi. Krabbameinsfélagið vill koma á framfæri kærum þökkum til allra sem tóku þátt.

Lesa meira
Elísa Dögg Björnsdóttir frá TVG-Zimsen, Árni Reynir Alfredsson, forstöðumaður markaðsmála og  fjáröflunar hjá Krabbameinsfélaginu og Magnús Ingi Guðmundsson frá IDÉ House of brands, sem sér um framlei

25. sep. 2023 : Nú er það bleikt!

Að baki átaki eins og Bleiku slaufunni búa fjölmörg handtök og undirbúningur hefst mörgum mánuðum áður en afurðin berst landsmönnum í hendur og hjörtu. Það er því alltaf stór stund þegar við fáum sjálfa slaufuna í hús og niðurtalningin fyrir upphaf átaksins hefst formlega.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?