Ása Sigríður Þórisdóttir 18. sep. 2020 : Hádegismálþing: Krabbameinsrannsóknir til framfara

Markmiðið er að vekja athygli á mikilvægi krabbameinsrannsókna og þeim miklu framförum sem hafa átt sér stað fyrir tilstilli þeirra. Allur ágóði Bleiku slaufunnar 2020 rennur til krabbameinsrannsókna.

Ása Sigríður Þórisdóttir 18. sep. 2020 : Bleiku slaufurnar 2020 eru lentar

Það er ávallt stór dagur þegar Bleiku slaufurnar koma í hús. Sala Bleiku slaufunnar hefst 1. október. Þúsund þakkir TVG-Zimsen.

Ása Sigríður Þórisdóttir 17. sep. 2020 : Stóraukin þátttaka í skimunum

Frá árinu 2018 hefur Krabbameinsfélagið unnið markvisst að því að auka þátttöku kvenna í skimun og þær hvattar til þátttöku með ýmsum leiðum sem skilað hafa ótvíræðum árangri.

Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 17. sep. 2020 : Endurskoðun sýna gengur vel

Endurskoðun 6.000 sýna sem rannsökuð verða vegna alvarlegs atviks sem uppgötvaðist í júlí miðar ágætlega. Allt kapp er lagt á að henni ljúki eins fljótt og mögulegt er.

Ása Sigríður Þórisdóttir 16. sep. 2020 : Krabbameinsfélag Austfjarða og Ráðgjafarþjónusta Krabbameinsfélagsins á ferð um Austurland

Hrefna Eyþórsdóttir, formaður Krabbameinsfélags Austfjarða og Margrét Helga Ívarsdóttir frá Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélags Íslands verða á ferðinni og bjóða í spjall yfir kaffibolla.

Ása Sigríður Þórisdóttir 16. sep. 2020 : Áhættan hefur minnkað

Framfarir í meðferð, ásamt greiningu á lægri stigum, hafa aukið til muna lífslíkur þeirra sem greinast með krabbamein en þeir eru að jafnaði um 1.600 árlega hér á landi. Yfir fimmtán þúsund manns sem greinst hafa með krabbamein eru nú á lífi á Íslandi.

Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 15. sep. 2020 : Skimun ein mikilvægasta forvörnin

Krabbameinsfélagið harmar umfjöllun í fjölmiðlum sem ýtir undir hræðslu og vantraust til skimana fyrir legháls- og brjóstakrabbameinum. 

Guðmundur Pálsson 14. sep. 2020 : Karlarnir og kúlurnar - árlegt golfmót

Líflegur hópur tók þátt í árlegu verkefni; „Karlarnir og kúlurnar” og æfðu golfsveifluna í fögru umhverfi Bakkakotsvallar í Mosfellbæ í góðum félagsskap.

Ása Sigríður Þórisdóttir 11. sep. 2020 : Heimsókn á Leitarstöðina

Spurningar og svör um þátttöku í skimun sem gott er að kynna sér. Hvenær á ég að mæta? Hvar sé ég niðurstöður?

Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 10. sep. 2020 : Búið að endurskoða 2.500 sýni

Endurskoðun 6.000 sýna miðar ágætlega og allt kapp er lagt á að henni ljúki eins fljótt og mögulegt er. Niðurstöður endurskoðunar leghálssýna verða nú uppfærðar vikulega. 

Ása Sigríður Þórisdóttir 9. sep. 2020 : Ís­land í farar­broddi á heims­vísu varðandi góðan árangur skimunar fyrir krabba­meini í leg­hálsi

Íslandi er í hópi þeirra landa sem hafa lægsta dánartíðni í heiminum af völdum leghálskrabbameins, eða minna en 2 dauðsföll á ári á hverjar 100.000 konur.

Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 8. sep. 2020 : Dánartíðni vegna leghálskrabbameins lækkað um 83% vegna skimana

Frá því skipuleg leit að leghálskrabbameini hófst hjá Krabbameinsfélaginu árið 1964 hafa rúmlega 900 konur greinst með sjúkdóminn, tæplega 300 látist en rúmlega 600 hlotið bata. Árlega látast að meðaltali fimm konur úr leghálskrabbameini.

Síða 3 af 4

Fleiri nýjar fréttir

Halla Þorvaldsdóttir

15. jan. 2022 : Dýrkeypt heimsóknabann

Þær aðstæður sem skapast af heimsóknarbanni gera fólki ókleift að vera saman í erfiðum aðstæðum og eru í raun óboðlegar og ómannúðlegar. Það getur haft víðtæk áhrif til lengri tíma litið bæði fyrir sjúklinga, aðstandendur og starfsfólk. Leita verður allra leiða til lausna meðan staðan er þessi og þar ríður á að fólk standi saman, sjúklingar, aðstandendur og heilbrigðisstarfsfólk, gefist ekki upp gagnvart verkefninu heldur takist á við aðstæðurnar með þrautseigju en ekki síður útsjónarsemi að leiðarljósi. 

Lesa meira

14. jan. 2022 : Bláa Lónið styrkir Vísindasjóð Krabbameinsfélagsins um 3 milljónir

„Það er okkur sönn ánægja að geta veitt fjárstuðning sem þennan, enda er, hér eftir sem hingað til, afar mikilvægt að efla og styrkja íslenskar rannsóknir á krabbameinum og er Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins vel til þess fallinn að halda utan um þær,“ segir Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa Lónsins.

Lesa meira

10. jan. 2022 : Doktorsvörn - Keratinocyte krabbamein á Íslandi: Faraldsfræði og lyfjanotkun

Þann 20. desember sl. varði Jónas Aðalsteinn Aðalsteinsson doktorsritgerð sína í læknavísindum við Læknadeild Háskóla Íslands. Verkefnið byggði á gögnum Krabbameinsskrár. Unnið í samstarfi við Rannsókna- og Skráningarsetur Krabbameins­félagsins og var forstöðumaður setursins annar tveggja leiðbeinenda.

Lesa meira

5. jan. 2022 : Fundur með heilbrigðisráðherra um nýja dagdeild

Í morgun átti Krabbameinsfélagið góðan fund með nýjum heilbrigðisráðherra Willum Þór Þórssyni og starfsmönnum ráðuneytisins. Á fundinum var farið stuttlega yfir starfsemi félagsins en meginefni fundarins var alvarlega staða á dagdeild blóð- og krabbameinslækninga á Landspítala en aðstaða deildarinnar er óboðleg, fyrir sjúklinga, aðstandendur og starfsfólk. 

Lesa meira

5. jan. 2022 : Tölfræði um krabbamein uppfærð til ársins 2020

Á heimasíðu Rannsókna- og skráningarseturs Krabbameinsfélags Íslands (RSKÍ) má finna ýmsa tölfræði um krabbamein, undir Rannsóknir og skráning. Nýgengi, dánartíðni og lifun eru birt sem meðaltal 5 ára til að jafna út tilviljunarsveiflum sem eru algengar í hinu fámenna íslenska þýði. Þessi tölfræði er uppfærð árlega. Nýgengi og dánartíðni eru aldursstöðluð með norrænum aldursstaðli.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?