Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 28. nóv. 2019 : Þrír fulltrúar í fagráðum landlæknis um lýðheilsu

Krabbameinsfélagið á þrjá fulltrúa sem sitja í fagráðum á vegum landlæknis. Í ráðunum eiga sæti sérfróðir aðilar og fulltrúar stofnana og félagasamtaka sem eru landlækni til ráðgjafar um ýmis málefni á viðkomandi sviði. Þau sjá meðal annars um að fara yfir umsóknir sem berast til Lýðheilsusjóðs.

Guðmundur Pálsson 19. nóv. 2019 : Jóla­happ­drætti Krabba­meins­félagsins: Stuðningur við marg­þætta starf­semi

Nú hafa verið sendir út miðar í jólahappdrætti Krabbameinsfélagsins. Vinningar eru 288 talsins að verðmæti rúmar 49 milljónum króna.

Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 13. nóv. 2019 : Rekstur skimana verði áfram ein eining

Heilbrigðisráðherra hefur nú ákveðið að færa framkvæmd skimana frá Krabbameinsfélaginu til heilsugæslunnar (fyrir leghálskrabbameinum) og til Landspítala (fyrir brjóstakrabbameinum). Ekki liggur fyrir ákvörðun um hvar utanumhaldi um gagnagrunn, boðunum í skimanir, uppgjöri þeirra og frumurannsóknarstofu verði fyrir komið. 

Jóhanna Eyrún Torfadóttir 12. nóv. 2019 : Margfaldur ávinningur af jurtafæði - málþing næsta föstudag

15. nóvember í Veröld, húsi Vigdísar frá kl. 15:00 til 16:40. Allir velkomnir og aðgangur er ókeypis.

Guðmundur Pálsson 8. nóv. 2019 : Sálfélagslegur stuðningur í endur­hæfingu og með­ferð krabba­meina

Niðurstöður fjölda rannsókna leiða í ljós að margvíslegur sálfélagslegur stuðningur hefur jákvæð áhrif á lífsgæði kvenna sem greinst hafa með krabbamein. 

Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 5. nóv. 2019 : Ráðgjöf nú veitt í Árborg

Í dag var undirritaður á Sjúkrahúsinu á Selfossi samstarfssamningur milli Krabbameinsfélagsins, Krabbameinsfélags Árnessýslu og Heilbrigðisstofnunar Suðurlands (HSU) um ráðgjöf fyrir sjúklinga í krabbameinsmeðferðum.

Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 31. okt. 2019 : Dregið í Vinkonuklúbbi Krabbameinsfélagsins

Í dag hlaut ein heppin vinkona veglegan vinning frá Bláa Lóninu fyrir sex. Sú heppna er Bergljót Inga Kvaran.

Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 30. okt. 2019 : Engin tenging við keðjuleik um brjóstakrabbamein

Krabbameinsfélaginu hafa borist fyrirspurnir um keðjustatusa sem nú ganga á Facebook og eiga að vera vitundarvakning um brjóstakrabbamein. Félagið tengist þessum leik á engan hátt. 

Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 29. okt. 2019 : Vilt þú vera vinkona og vinna dekur í Bláa lóninu?

Ein heppin vinkona verður dregin út og fær dekur í Retreat Spa og óvissuferð á Lava Restaurant fyrir sex.

Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 29. okt. 2019 : Ís­lensk krabba­meins­á­ætlun er lykill að árangri

Á árunum 2013 til 2016 vann ráðgjafarhópur á vegum velferðarráðherra að tillögum að íslenskri krabbameinsáætlun sem ætlað var að gilda út árið 2020.

Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 25. okt. 2019 : Ekki nota ljósabekki!

Í dag gáfu norrænu geislavarnastofnanirnar út sameiginlega yfirlýsingu gegn notkun ljósabekkja undir yfirskriftinni: „Ekki nota ljósabekki.“ Stofnanirnar hafa varað við notkun ljósabekkja allt frá árinu 2005 vegna hættu á húðkrabbameini.

Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 25. okt. 2019 : Ósk eftir samstarfi við stjórnvöld um endurhæfingu

Samstarfshópur sérfræðinga og hagsmunaaðila, hefur unnið aðgerðaráætlun um endurhæfingu fyrir þá sem greinast með krabbamein. Krabbameinsfélagið á fulltrúa í hópnum og vonar að aðgerðaráætlunin styðji við vinnu heilbrigðisráðuneytisins við endurhæfingarhluta nýrrar Krabbameinsáætlunar.

Síða 2 af 10

Fleiri nýjar fréttir

30. maí 2023 : Bylting - hálfur milljarður til krabbameinsrannsókna

Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins hefur frá stofnun sjóðsins árið 2015 styrkt 41 krabbameinsrannsókn um samanlagt 384 miljónir króna. Næsta úthlutun úr sjóðnum verður í júní næstkomandi.

Lesa meira

30. maí 2023 : Krabbameinsskimanir – mikið fyrir lítið

Áratugir eru síðan skimanir fyrir legháls- og brjóstakrabbameini voru teknar upp á Íslandi. Þær hafa fyrir löngu sannað gildi sitt þó þær veiti aldrei fullkomna vörn. Konur hér á landi hafa með afgerandi hætti sýnt að þær kunna að meta aðgengi að þeim.

Lesa meira

30. maí 2023 : Á Ís­landi greinast um 1800 manns á hverju ári með krabba­mein

Þeir gætu verið færri. Þó að ekki sé hægt að koma í veg fyrir öll krabbamein sýna rannsóknir að áhættuþættir margra krabbameina tengjast lífsstíl. Með bættri lýðheilsu þjóðar er hægt að fækka verulega ákveðnum krabbameinum.

Lesa meira

28. maí 2023 : Lokað 30. maí í ráðgjafarþjónustu vegna vinnufundar ráðgjafarteymis

Lokaða verður hjá ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins þriðjudaginn 30. maí vegna vinnufundar ráðgjafarteymis. Hægt er að senda fyrirspurnir og erindi á radgjof@krabb.is og er þeim svarað eins fljótt og hægt er.

Lesa meira

25. maí 2023 : Bjóðum Brakkasamtökin velkomin í hópinn

Á aðalfundi Krabbameinsfélagsins var staðfest ákvörðun stjórnar um aðild Brakkasamtakanna að Krabbameinsfélagi Íslands. Krabbameinsfélagið fagnar ákvörðun aðalfundarins og býður Brakkasamtökin velkomin í hópinn.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?