Guðmundur Pálsson 27. des. 2019 : Jóla­happ­drætti Krabba­meins­félagsins: Vinnings­tölurnar komnar í loftið – takk fyrir stuðninginn!

Dregið hefur verið Í jólahappdrætti Krabbameinsfélagsins. Happdrættið hefur verið ein veigamesta tekjulind félagsins um áratugaskeið og stuðlað mjög að uppbyggingu þess og þróun.

Guðmundur Pálsson 21. des. 2019 : AURUM styrkir Bleiku slaufuna með myndarlegu framlagi á 20 ára afmæli fyrirtækisins

Guðbjörg Kristín Ingvarsdóttir, skartgripahönnuður í AURUM Bankastræti, afhenti Krabbameinsfélaginu ríflega 3.000.000 kr. styrk nú á aðventunni.

Guðmundur Pálsson 18. des. 2019 : Ertu úti að aka...og vilt láta gott af þér leiða?

Krabbameinsfélag Íslands leitar að sjálfboðaliðum í akstursþjónustu.

Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 13. des. 2019 : Rannsóknargjald nú innheimt sérstaklega

Breyting hefur orðið á greiðslufyrirkomulagi vegna rannsókna á leghálssýnum sem kvensjúkdómalæknar taka og senda til skoðunar.

Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 13. des. 2019 : Hamingjan á erfiðum tímum

Anna Lóa Ólafsdóttir, sérfræðingur og atvinnutengill hjá Virk og stofnandi Hamingjuhornsins, sagði okkur eitt og annað um hamingjuna.

Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 12. des. 2019 : Nýtt: Hlaðvarp Krabbameinsfélagsins

Hlaðvarp Krabbameinsfélagsins hefur göngu sína í dag. Þættirnir verða sendir út reglulega og munu fjalla um ýmislegt sem tengist betri heilsu og líðan.

Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 10. des. 2019 : Starfsemi yfir jólin

Hefðbundin starfsemi verður yfir jólahátíðina hjá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins, Ráðgjafarþjónustu og á skrifstofum félagsins.

Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 10. des. 2019 : Starfsemi riðlast vegna veðurs

Leitarstöð Krabbameinsfélagsins lokar í dag kl 14:15 vegna veðurs og starfsemi Ráðgjafarþjónustunnar fellur niður eftir hádegi.

Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 5. des. 2019 : Hvernig nennirðu þessu?

Í dag er alþjóðadagur sjálfboðaliða og Árni Einarsson formaður Krabbameinsfélags höfuðborgarsvæðisins skrifar:

Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 4. des. 2019 : Stuðningur við fagaðila sem vinna með börn eftir foreldramissi

Krabbameinsfélagið undirbýr nú opnun fræðslu- stuðnings- og handleiðslumiðstöðvar sem ætluð er fagaðilum sem vinna í nærumhverfi barna sem misst hafa foreldri. Samkvæmt gögnum frá Hagstofu Íslands má gera ráð fyrir að um 100 börn missi foreldri ár hvert.

Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 4. des. 2019 : Ljósabekkjanotkun helst óbreytt milli ára

Árlegri könnun á notkun ljósabekkja á Íslandi er nýlega lokið. Könnunin er framkvæmd af Gallup fyrir hönd samstarfshóps Geislavarna, Embættis Landlæknis, húðlækna og Krabbameinsfélagsins.

Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 29. nóv. 2019 : Býður hjúkrunarfræðingum í Bláa Lónið

Bergljót Inga Kvaran, yfirhjúkrunarfræðingur á Heilsugæslunni Höfða, var dregin út í vinkonuleik Krabbameinsfélagsins og Bleiku slaufunnar í ár og hlaut í verðlaun dekur fyrir 6 á Retreat Spa í Bláa Lóninu og óvissuferð á Lava Restaurant. Bergljót kom og sótti vinninginn í Skógarhlíðina í dag.

Síða 1 af 10

Fleiri nýjar fréttir

29. sep. 2023 : Slökkti fyrst eld og keypti svo Bleiku slaufuna

Það hefur vonandi ekki farið framhjá neinum að sala Bleiku slaufunnar hófst á miðnætti í dag, 29. september. Nágranni Krabbameinsfélagsins, Bergrún Ingimarsdóttir, varð fyrst til að tryggja sér slaufu ársins. Það mátti þó litlu muna að það tækist ekki vegna elds sem hún þurfti að ráða niðurlögum að.

Lesa meira

27. sep. 2023 : Bleika slaufan 2023

Gullsmiðirnir Lovísa Halldórsdóttir (by lovisa) og Unnur Eir Björnsdóttir (EIR) eru hönnunarteymið á bak við Bleiku slaufuna í ár. Það er óhætt að segja að þeim hafi tekist ætlunarverk sitt, en slaufan í ár er sú bleikasta sem við höfum séð lengi

Lesa meira

26. sep. 2023 : "Mikilvægt að segja líka frá því sem gengur vel"

Styttri legutími, skjótari bati, lægri dánartíðni og betri lifun. Ný aðferðafræði við skurðaðgerðir við lungnakrabbameini var tekin upp nærri því á einni nóttu og hefur gefið reglulega góða raun í baráttunni gegn lungnakrabbameini. Tómas Guðbjartsson skurðlæknir og Viktor Ásbjörnsson læknanemi segja hér frá byltingarkenndri þróun í skurðaðgerðum við lungnakrabbameini og mikilvægi rannsókna og stuðnings við þær fyrir framþróun í málaflokkinum. 

Lesa meira

26. sep. 2023 : Takk fyrir komuna

Nýafstaðið málþing í tilefni af alþjóðadegi krabbameinsrannsókna vakti greinilega forvitni margra, því húsfyllir var í Skógarhlíðinni auk þess sem fjölmargir fylgdust með í streymi. Krabbameinsfélagið vill koma á framfæri kærum þökkum til allra sem tóku þátt.

Lesa meira
Elísa Dögg Björnsdóttir frá TVG-Zimsen, Árni Reynir Alfredsson, forstöðumaður markaðsmála og  fjáröflunar hjá Krabbameinsfélaginu og Magnús Ingi Guðmundsson frá IDÉ House of brands, sem sér um framlei

25. sep. 2023 : Nú er það bleikt!

Að baki átaki eins og Bleiku slaufunni búa fjölmörg handtök og undirbúningur hefst mörgum mánuðum áður en afurðin berst landsmönnum í hendur og hjörtu. Það er því alltaf stór stund þegar við fáum sjálfa slaufuna í hús og niðurtalningin fyrir upphaf átaksins hefst formlega.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?