Kolbrún Silja Ásgeirsdóttir 27. sep. 2016 : Fimm milljónir frá velunnurum Krabbameins­félagsins renna til tækjakaupa

Krabbameinsfélagið er svo lánsamt að eiga 15.000 virka bandamenn í baráttunni gegn krabbameini sem styrkja félagið með mánaðarlegum framlögum. Þessi velviljaði hópur nefnast einu nafni velunnarar Krabbameinsfélagsins og er fjölmennasti stuðningshópur félagsins.

Í tilefni af átaksmánuði Bleiku slaufunnar í október renna fimm milljónir af mánaðarlegri gjöf velunnara til endurnýjunar á tækjabúnaði til skipulegrar leitar á brjóstakrabbameini. Skipuleg leit er öflugasta vopnið í baráttunni gegn þessu algengasta krabbameini kvenna á Íslandi og endurnýjun orðin tímabær.

Kolbrún Silja Ásgeirsdóttir 15. sep. 2016 : Fjáröflun Bleiku slaufunnar 2016 rennur til endurnýjunar tækjabúnaðar fyrir brjósta­krabbameins­leit

Bleika slaufan, átaksverkefni Krabbameinsfélagsins gegn krabbameinum í konum, er tileinkað brjóstakrabbameini í ár. Brjóstakrabbamein er algengasta krabbamein íslenskra kvenna og greinist kona með brjóstakrabbamein á um 40 klukkustunda fresti árið um kring. Margt jákvætt hefur áunnist og geta nú 90% kvenna sem greinast með brjóstakrabbamein vænst þess að lifa lengur en 5 ár sem er mjög góður árangur á heimsvísu

Lára G. Sigurðardóttir læknir og fræðslustjóri KÍ 31. ágú. 2016 : Líkamsfita eykur hættu á krabbameini í 13 líffærum

Sigurlaug Gissurardóttir 4. júl. 2016 : Norrænu krabbameins-samtökin(NCU) auglýsa eftir umsóknum um styrki til krabbameins­rannsókna

Umsóknum skal skilað fyrir kl. 13 þann 1. sept. 2016. Nánari upplýsingar um umsóknir eru á www.ncu.nu

Lára G. Sigurðardóttir læknir og fræðslustjóri KÍ 21. jún. 2016 : Arfgeng stökkbreyting tvöfaldar hættu á að látast af völdum sortuæxlis

Fólk sem hefur greinst með sortuæxli og reynist vera með arfgenga stökkbreytingu í ákveðnu geni er tvöfalt líklegra til að látast af völdum sjúkdómsins, samkvæmt nýrri rannsókn sem íslenskur læknir Hildur Helgadóttir leiddi ásamt félögum við Karólínska sjúkrahúsið og Lundarháskóla í Svíþjóð

Arndís Jónsdóttir 10. jún. 2016 : Stuðningur við fjölskyldur. Við getum-ég get.

Lára G. Sigurðardóttir læknir og fræðslustjóri KÍ 31. maí 2016 : Umbúðir á sígarettum sem fæla frá sér

Á hverjum einasta degi bætast um tveir táningar í hóp reykingamanna hér á landi og gróflega áætlað reykja daglega um 3.000 einstaklingar sem eru á grunn- og framhaldsskólaaldri. Miðað við fjölda barna sem reykir þá erum við ekki að standa okkur í að halda sígarettum frá börnunum. Við þurfum að gera betur.

Sigurlaug Gissurardóttir 30. maí 2016 : Alþjóðadagur gegn tóbaki 31. maí 2016. - Búið ykkur undir einsleitar umbúðir

Árlega látast 37 800 einstaklingar á Norðurlöndunum af völdum sjúkdóma sem rekja má til tóbaksnotkunar og á heimsvísu deyja sex milljónir manna (1)  og margir þeirra deyja af völdum krabbameins. 

Síða 2 af 4

Fleiri nýjar fréttir

20. sep. 2023 : Beint streymi: Málþing í tilefni alþjóða­dags krabba­meins­rannsókna

„Varðar mig eitthvað um krabba­meins­rann­sóknir? Já, því vísindin eru leiðin fram á við”. Þannig hljómar titill málþings sem Krabba­meins­félagið býður til í tilefni alþjóða­dags krabba­meins­rann­sókna fimmtu­daginn 21. september kl. 16:30 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8.

Lesa meira

12. sep. 2023 : Bleika slaufan 2023: Komdu að leika

Krabbameinsfélagið leitar að fólki til að hjálpa okkur að búa til auglýsinguna fyrir Bleiku Slaufuna 2023. Auglýsingin er með stærra sniði í ár og þurfum við því aðstoð sem allra flestra.

Lesa meira

7. sep. 2023 : Tryggðu þér miða

Nú styttist í Bleiku slaufuna árlegt fjáröflunar- og árvekniátak Krabbameinsfélagsins, tileinkað baráttunni gegn krabbameinum hjá konum. Tryggðu þér miða á opnunarviðburðinn sem verður í Þjóðleikhúsinu 28. september.

Lesa meira

5. sep. 2023 : „Ef ég held röddinni þá læt ég reyna á þetta“

Ljóðskáldið og rithöfundurinn Anton Helgi Jónsson stóð fyrir einstökum viðburði á Menningarnótt og safnaði um leið áheitum til styrktar Krabbameinsfélaginu. Viðburðurinn fékk heitið Ljóðamaraþon og gekk út á ljóðalestur undir berum himni í jafn langan tíma og sem nemur heimsmeti í maraþonhlaupi, eða í rúma tvo klukkutíma. Anton Helgi segir hér frá krabbameininu sem uppgötvaðist fyrir tilviljun, kirkjuskáldum og kráarskáldum og öðruvísi maraþonundirbúningi.

Lesa meira

5. sep. 2023 : Upplýsingafundur fyrir samstarfsaðila Bleiku slaufunnar

Vill þitt fyrirtæki vera samstarfsaðili Bleiku slaufunnar? Komdu á upplýsingafund sem haldinn verður í húsnæði Krabbameinsfélagsins 8. september nk. 

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?