Söfnun ábendinga

Söfnun ábendinga um atriði í rannsókn um reynslu fólks af greiningarferli, meðferð og endurhæfingu

Hjá Krabbameinsfélagi Íslands er nú unnið að undirbúningi rannsóknar meðal þeirra sem greinst hafa með krabbamein. Í rannsókninni verða þátttakendur spurðir út í reynslu sína af ýmsum þáttum í aðdraganda sjúkdómsgreiningar, greiningarferlinu, sjúkdómsmeðferð og endurhæfingu. Markmiðið er að finna þá þætti sem helst þarfnast úrbóta í tengslum við greiningu krabbameins, meðferð og endurhæfingu. Stefnt er að því að rannsóknin verði fastur liður í starfsemi félagsins, með það að markmiði að styrkja félagið í málsvarahlutverki sínu og vinna að úrbótum.

Til að auðvelda undirbúning rannsóknarinnar hefur verið ákveðið að bjóða fólki að senda inn ábendingar um þá þætti sem það telur mikilvægast að spurt sé um í rannsókninni. Ábendingarnar eru nafnlausar og engum persónugreinanlegum upplýsingum verður safnað. Félagið áskilur sér allan rétt til að nýta ábendingarnar eins og réttast þykir.


Söfnun ábendinga

Ég er:

Ég hef greinst með krabbamein:

Náinn aðstandandi minn hefur fengið krabbamein:

Að mínu mati er mikilvægt að spyrja um eftirfarandi þætti í fyrirhugaðri rannsókn Krabbameinsfélags Íslands um reynslu fólks af ýmsum þáttum í aðdraganda greiningar krabbameins, greiningarferlinu, sjúkdómsmeðferð og í endurhæfingu.

Ef þú hefur spurningar um einkenni, félagsleg réttindi eða aðra þætti bendum við þér á að hafa samband við Ráðgjafarþjónustu félagsins þar sem í boði er endurgjaldslaus þjónusta. Sjá nánar hér.

Ef þú óskar eftir að haft verði samband við þig geturðu skilið eftir nafn og netfang eða símanúmer.

Til að fyrirbyggja ruslpóst: