Beint í efni
Maður stóll

Slak­aðu á heima

Slökun er gott tæki til að draga úr streitu og auka almenna vellíðan. 

Hér getur þú hlustað á 30 mínútna leidda djúpslökun með aðferðum Jóga Nidra. Komdu þér vel fyrir í liggjandi stöðu þar sem þú verður fyrir sem minnstri truflun. Láttu fara eins þægilega um þig og mögulegt er. Gott getur verið að nota púða undir fætur eða læri, sérstaklega ef um bakverki er að ræða. Passaðu að þér sé mátulega heitt og notaðu ábreiðu ef þú þarft.

Slökun er gott tæki til að draga úr streitu og auka almenna vellíðan. Njóttu vel.

  • Upptakan nýtur sín best ef þú tengir hátalara við tölvuna eða hlustar með heyrnartólum.