Könnun á þáttum sem tengjast skimun fyrir legháls- og brjósta­krabba­meini

Á tímabilinu apríl til júní 2019 lét Krabbameinsfélagið gera könnun á þáttum sem tengjast skimun fyrir legháls- og brjóstakrabbameini.

Á Íslandi er konum á aldrinum 23 til 65 ára boðið að mæta í skimun fyrir leghálskrabbameini á þriggja ára fresti og konum á aldrinum 40 til 69 ára er boðið að mæta í skimun fyrir brjóstakrabbameini á tveggja ára fresti.

Markmiðið með því að skima fyrir krabbameini eða forstigum þess hjá tilteknum hópi fólks, sem sýnir engin merki þess að vera með krabbamein, er að dragar úr dánartíðni vegna krabbameina.

Á tímabilinu apríl til júní 2019 lét Krabbameinsfélagið gera könnun á þáttum sem tengjast skimun fyrir legháls- og brjóstakrabbameini. Um var að ræða spurningar um hvort þátttakendur hefðu fengið boð um að koma í skimun og hvort allar upplýsingar tengdar boðinu og eftir heimsókn á Leitarstöðina hefðu verið upplýsandi. Einnig var spurt um upplifun af heimsókninni á Leitarstöðina, þar með talið viðmót starfsfólks og jafnframt hvaða þættir væru mikilvægastir til að hvetja til þátttöku í skimun. Þátttakendur sem hafa ýmist ekki mætt í  skimun eða mætt  óreglulega voru að auki spurðir um ástæður þess.

Spurningalistinn var lagður fyrir Þjóðgátt Maskínu sem er hópur fólks sem valinn er tilviljunarkennt úr Þjóðskrá. Svarendur voru konur á aldrinum 23 til 65 ára af öllu landinu.