Hægt er að koma í veg fyrir 4 af hverjum 10 krabbameinum með forvörnum

Rannóknir sýna að ýmsir lifnaðarhættir hafa áhrif á líkurnar á því að fólk fái krabbamein.

Helstu þætti sem skipta máli þegar kemur að forvörnum gegn krabbameinum má lesa um hér.

Í apríl 2019 lét Krabbameinsfélagið gera könnun á þekkingu landsmanna, 18 ára og eldri, á ákveðnum áhrifaþáttum krabbameina. Maskína sá um framkvæmd könnunarinnar sem var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu sem er hópur fólks sem valinn er tilviljunarkennt úr Þjóðskrá. Svarendur voru 840 talsins, af báðum kynjum og alls staðar af landinu.

Í könnuninni var spurt um eftirfarandi staðfesta áhættuþætti krabbameina: reykingar, áfengisneyslu, erfðir, ljósabekkjanotkun, sólbruna, hækkandi aldur, HPV-sýkingar, hreyfingarleysi, háa líkamsþyngd, litla neyslu á ávöxtum og grænmeti og mikla neysla á rauðu kjöti.

Sökum þess að tiltölulega stutt er síðan rafsígarettur komu á markaðinn er ekki hægt að segja með vissu hvort þær séu krabbameinsvaldandi. Hins vegar hafa önnur vandamál tengd lungum komið upp vegna notkunar á rafsígarettum og má lesa um þau hér.

Einnig var spurt um tvo þætti sem ekki tengjast auknum líkum á krabbameini; að vera í kjörþyngd og að borða mikið af alifuglakjöti.

Niðurstöður úr könnuninni má finna í þessu skjali:

Niðurstöður úr könnuninni .