• Krabbameinsfélagið

Vísindasjóðurinn

Krabbameinsfélag Íslands og aðildarfélög þess hafa stofnað vísindasjóð sem mun styrkja krabbameinsrannsóknir hér á landi.

Vísindasjóður Krabbameinsfélags Íslands var stofnaður 16. desember 2015 með rúmlega 250 milljóna króna stofnfé. Tilgangur sjóðsins er að efla íslenskar rannsóknir á krabbameinum með því að styrkja rannsóknir á orsökum krabbameina, forvörnum, meðferð og lífsgæðum sjúklinga. Nánari upplýsingar um sjóðinn og stjórn hans eru hér að neðan.

Umsóknir um styrki

Auglýst var eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum 4. febrúar 2017 með umsóknarfresti til 1. mars. Þar kom fram að á næstu þremur árum muni verða úthlutað allt að 100 milljónum króna. Sjá auglýsingu hér.

 

Fylla þarf út styrkumsókn á sérstöku eyðublaði sem er á Word-formi hér .

Með hliðsjón af því stofnframlagi sem kom úr sjóði Kristínar Björnsdóttur fyrrverandi starfsmanns Sameinuðu þjóðanna er sérstaklega tekið fram að hluti styrkveitinga úrsjóðnum skal vera til að styðja við rannsóknir krabbameina í börnum og unglingum og aðhlynningu krabbameinssjúkra barna.

Stofnfé Vísindasjóðs Krabbameinsfélags Íslands er 250 milljónir króna og í samræmi við ákvæði í stofnskrá sjóðsins mun stjórn sjóðsins úthluta allt að 100 milljónum króna til vísindarannsókna og annarra verkefna á næstu þremur árum. Stjórn sjóðsins mun veita styrki til smærri verkefna og rannsókna en einnig til umfangsmeiri vísindarannsókna. Hámarksupphæð styrks til viðameiri vísindarannsókna er 10 milljónir króna á ári.

Umsóknir skalsenda rafrænt á visindasjodur@krabb.is. Umsóknir um styrki vegna vísindarannsóknaverða sendar Vísindaráði Krabbameinsfélags Íslands til skoðunar, sem fer yfir allar umsóknir og veitir stjórn sjóðsins umsögn umþær, eins og nánar er fjallað um í úthlutunarreglum sjóðsins.

Umsóknum um styrki vegna aðhlynningar krabbameinssjúkra barna skal skila á sama umsóknareyðublaði og fylltir út þeir reitir sem við eiga. Úthlutun úr sjóðnum verður í byrjun maí 2017 á aðalfundi KrabbameinsfélagsÍslands.

Stjórn Vísindasjóðs Krabbameinsfélags Íslands

Aðalmenn:

 • Stefán Eiríksson, formaður, sviðsstjóri verferðarsviðs Reykjavíkurborgar
 • Sigríður Gunnarsdóttir, varaformaður, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítala
 • Guðbjörg Edda Eggertsdóttir, fv. forstjóri Actavis
 • Hermann Eyjólfsson, fjármálaráðgjafi
 • Magnús Karl Magnússon, forseti læknadeildar Háskóla Íslands
 • Magnús Pétursson, fv. ríkissáttasemjari
 • Tinna Laufey Ásgeirsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands

Varamenn:

 • Anna Kristín Jónsdóttir, fréttamaður hjá Ríkisútvarpinu
 • Árni Þór Árnason, fv. forstjóri Austurbakka
 • Ásgerður Sverrisdóttir, krabbameinslæknir á Landspítala
 • Ólína Ingibjörg Gunnarsdóttir, hjúkrunarfr. Heilbrigðisstofnun Vesturlands
 • Sigurður B. Stefánsson, fv. framkvæmdastjóri VÍB hf.