Umfjöllun í Mannlega þættinum á Rúv

Á afmælisráðstefnu í tilefni af 70 ára afmæli Krabbameinsfélagsins voru flutt mörg athyglisverð erindi. Þar á meðal var umfjöllun um niðurstöður úr Áttavitanum.

Á afmælisráðstefnunni var fjallað um krabbamein á Íslandi í víðu samhengi, með hliðsjón af markmiðum Krabbameinsfélagsins um að fækka þeim sem fá krabbamein, fjölga þeim sem lifa af og bæta lífsgæði sjúklinga og aðstandenda. Meðal þeirra sem fluttu erindi var Jóhanna Eyrún Torfadóttir, sérfræðingur hjá Rannsókna- og skráningasetri Krabbameinsfélagsins en hennar erindi hét: Líkamleg einkenni og tilfinning fyrir að eitthvað sé að hefur mikið vægi í aðdraganda greiningar - niðurstöður úr stórri íslenskri rannsókn Áttavitanum. Jóhanna kíti í Mannlega þáttinn og ræddi Áttavitan og fyrstu niðurstöðurnar sem kynntar voru á ráðstefnunni.

 


Vísaðu okkur veginn