Sóley Erla: Krabbamein ekki það versta

  • Sóley Erla Ingólfsdóttir

Sóley Erla Ingólfsdóttir greindist 42 ára með hvítblæði og maðurinn hennar hafði áður greinst með krabbamein. Þau komust bæði í gegnum veikindin og líta léttvægt á sín veikindi í samanburði við fatlaðan son þeirra.

Sóley Erla er 48 ára í dag og segir að auðvitað séu krabbamein ekki öll eins. Fyrir suma sé um að ræða alvarlega og erfiða sjúkdóma, en í þeirra tilfelli báru meðferðir árangur.

„Fyrir mér er krabbamein ekki það versta í heiminum. Ég á lítinn strák sem er mikið fatlaður og með erfiða flogaveiki sem mun alltaf hafa mikil áhrif á líf hans. Þetta var tímabil sem við gengum í gegnum en það kláraðist, við lærðum mikið af þessu og það þroskaði okkur. Ég hafði manninn minn sem fyrirmynd. Hann komst í gegnum þetta. Við komumst í gegnum hans veikindi og við skyldum komast í gegnum mín veikindi. Þetta var bara spurning um tíma. 

Erfiðara að vera aðstandandi

Mér fannst eiginlega erfiðara að vera aðstandandi. Þessi sem er veikur er að tækla sjúkdóminn, spítalann og það allt saman. Sá aðili hefur rosalega góðan stuðning, það koma allir og hjálpa honum. En að vera aðstandandi þá þarft þú líka að gera allt hitt.

Þegar maður fær greininguna krabbamein þá er manni hent út í hringiðu sem maður hefur enga stjórn á. Maður þarf aðstoð. Maður fær aðstoð upp á spítala við sjúkdómnum og allt sem honum viðkemur en maður þarf aðstoð líka við þetta daglega líf. Hvernig maður á að höndla það því það er allt gjörbreytt núna. Það að tala við einhvern sem hefur gert þetta áður skiptir öllu máli. Maður talar öðruvísi við ókunnuga en einhverja sem maður þekkir. Maður er oft að hlífa sínum nánustu og segir ekki alveg hvernig manni líður í rauninni og því skiptir Stuðningsnetið svo miklu máli.

Maður getur ekki gert þetta allt sjálfur. Það er bara ekki hægt að höndla þessar aðstæður þannig. Því er um að gera að leita til Stuðningsnetsins og fá stuðning og ráðgjöf frá einhverjum sem hefur verið í manns eigin sporum. Upplifað það sama og komist í gegnum það hvort sem þú ert krabbameinsgreindur eða aðstandandi.“



Fleiri sögur

Kristín Þórsdóttir

4. feb. 2020 : Kristín: Það krefst mikils styrks að leita sér stuðnings

Kristín Þórsdóttir var 33ja ára þegar hún missti manninn sinn úr krabbameini en þau eiga þrjú börn saman. Veikindin tóku 11 ár og tóku mikið á. Nú, tveimur árum seinna, þykir Kristínu dýrmætt að hægt sé að leita stuðnings hjá einhverjum sem skilur út frá eigin reynslu.

Lesa meira
Anna Lára Magnúsdóttir

4. feb. 2020 : Anna Lára: Maður er ekki einn í heiminum

Anna Lára Magnúsdóttir er 47 ára og greindist fyrir sjö árum með brjóstakrabbamein. Henni fannst jafningjastuðningurinn veita sér von um að hún fengi gamla lífið sitt til baka. 

Lesa meira
Anna Maria Milosz

4. feb. 2020 : Anna María: Svo gott að pústa við einhvern sem skilur

Anna María greindist 34. ára með Non-Hodgkins eitilfrumukrabbamein en gaf sér ekki tíma til að hitta stuðningsfulltrúa. Hún sér eftir því í dag og telur mikilvægt að þiggja jafningjastuðning.

Lesa meira
Haukur Gunnarsson

4. feb. 2020 : Haukur: Samtalið er magnað fyrirbæri

Haukur Gunnarsson er sjötugur og greindist með krabbamein í blöðruhálskirtli fyrir þremur árum. Hann og kona hans hafa sótt stuðning í Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins sem hefur auðveldað þeim að tala saman um veikindin og áskoranirnar sem þeim fylgja. 

Lesa meira
Ragnheiður Guðmundsdóttir

4. feb. 2020 : Ragnheiður: Greiningin breytti lífi mínu

Ragnheiður Guðmundsdóttir er 37 ára og greindist með krabbamein í lífhimnu og lifur fyrir ári síðan. Kvíði, áfallastreita og þunglyndi fylgdu veikindunum og hún vill hjálpa öðrum með stuðningi í Stuðningsnetinu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?