Pétur: Hélt fyrst að ég gæti þetta einn - ég hafði rangt fyrir mér

  • Pétur Helgason

Pétur Helgason var 40 ára fyrir rúmu ári þegar eiginkona hans greindist með brjóstakrabbamein. Við tók tímabil þar sem allir hans kraftar fóru í að sinna vinnu, hugsa um heimili, fjögur börn og hund á meðan konan gekk í gegnum meðferð.

„Þegar við komumst að því að konan mín væri með brjóstakrabbamein þá hugsuðum við – við björgum þessu. Við fórum strax að pæla í því hvernig við ættum að ræða þetta opinskátt við börnin og það gerðum við og báðum þau svo að vera ófeimin við að spyrja allra spurninga sem þeim dytti í hug. Ég held það hafi verið rétt að segja bara börnunum hvernig hlutirnir nákvæmlega voru og vera ekkert að fegra þá.

„Ég er miklu sterkari aðili í dag vegna Stuðningsnetsins“

https://youtu.be/OeC2UHja0Qk

„Ég var alveg á þeirri skoðun í upphafi að þetta yrði ekkert mál að ég myndi bara græja þetta allt saman. En svo fór að koma upp óþægilegar tilfinningar, kergja og reiði. Ég vissi ekki alveg hvað var í gangi hjá mér og vissi ekki hvernig mér leið. Svo bara einn daginn í vinnunni tók ég upp símann og bókaði mig á fund í Stuðningsnetinu án þess að vita hvað ég ætti að segja. Og upp frá þessu varð daglega líðan mín betri því ég fór að skilja og læra að andlegi þátturinn skiptir miklu máli fyrir hvern þann sem er að ganga í gegnum álíka áfall. Stuðningsnetið hefur leiðbeint mér og hjálpað mér að skilja þessa andlegu vanlíðan. Ég bara veit að það var alveg frábært fyrir mig. Mig vantaði rosalega mikið að tala og fá að heyra frá öðrum. Ég er þakklátur. Þetta hjálpaði mér að skilja tilfinningarnar og að átta mig á aðstæðum. Ég lærði að slaka aðeins á og njóta og eiga tíma fyrir sjálfan mig og að eiga tíma fyrir okkur tvö þó við eigum fjögur börn.”

Pétur er stuðningsþegi í Stuðningsnetinu


 

 


Fleiri sögur

Kristín Þórsdóttir

4. feb. 2020 : Kristín: Það krefst mikils styrks að leita sér stuðnings

Kristín Þórsdóttir var 33ja ára þegar hún missti manninn sinn úr krabbameini en þau eiga þrjú börn saman. Veikindin tóku 11 ár og tóku mikið á. Nú, tveimur árum seinna, þykir Kristínu dýrmætt að hægt sé að leita stuðnings hjá einhverjum sem skilur út frá eigin reynslu.

Lesa meira
Anna Lára Magnúsdóttir

4. feb. 2020 : Anna Lára: Maður er ekki einn í heiminum

Anna Lára Magnúsdóttir er 47 ára og greindist fyrir sjö árum með brjóstakrabbamein. Henni fannst jafningjastuðningurinn veita sér von um að hún fengi gamla lífið sitt til baka. 

Lesa meira
Anna Maria Milosz

4. feb. 2020 : Anna María: Svo gott að pústa við einhvern sem skilur

Anna María greindist 34. ára með Non-Hodgkins eitilfrumukrabbamein en gaf sér ekki tíma til að hitta stuðningsfulltrúa. Hún sér eftir því í dag og telur mikilvægt að þiggja jafningjastuðning.

Lesa meira
Haukur Gunnarsson

4. feb. 2020 : Haukur: Samtalið er magnað fyrirbæri

Haukur Gunnarsson er sjötugur og greindist með krabbamein í blöðruhálskirtli fyrir þremur árum. Hann og kona hans hafa sótt stuðning í Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins sem hefur auðveldað þeim að tala saman um veikindin og áskoranirnar sem þeim fylgja. 

Lesa meira
Ragnheiður Guðmundsdóttir

4. feb. 2020 : Ragnheiður: Greiningin breytti lífi mínu

Ragnheiður Guðmundsdóttir er 37 ára og greindist með krabbamein í lífhimnu og lifur fyrir ári síðan. Kvíði, áfallastreita og þunglyndi fylgdu veikindunum og hún vill hjálpa öðrum með stuðningi í Stuðningsnetinu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?