Nura: Erfitt að vera útlendingur með krabbamein

  • Nura Rashid

Nura Rashid er frá Singapore. Hún er 44 ára en greindist 36 ára gömul með brjóstakrabbamein. Hún veit hversu erfitt það er að vera útlendingur á Íslandi í þeim sporum og er stuðningsfulltrúi í Stuðningsnetinu auk þess að reka stuðningshóp hjá félaginu. 

„Ég ákvað að gerast stuðningsfulltrúi í Stuðningnetinu því ég veit hvað það er erfitt að vera útlendingur að greinast með krabbamein á Íslandi. Ég vil aðstoða fólk af erlendum uppruna sem er að ganga í gegnum krabbamein og þá lífsreynslu.

Það var mjög erfið lífsreynsla að greinast með krabbamein og ekki síst því ég er útlendingur og ég á enga fjölskyldu hérna. Ég var með fyrrverandi manninum mínum og börnum og átti ég tvær vinkonur sem voru að vinna með mér og höfðu fengið brjóstakrabbamein. Þær sögðu mér frá sinni reynslu og það hjálpaði mér að undirbúa mig undir mína aðgerð og meðferð. Það hjálpaði mér rosalega mikið að hafa einhverja með svipaða reynslu sem töluðu við mig.

Jafningjastuðningur skiptir rosalega miklu máli. Þetta er sérstaklega erfitt fyrir konur af erlendum uppruna. Við erum ekki fjölskyldunet til að hjálpa okkur. Við höfum bara vinahópinn en það eru ekki allir vinahópar sem hafa einhvern með þessa reynslu. Þá þarf að leita eitthvert annað. Jafningjastuðningurinn hjálpaði mér mikið vegna þess að það er mjög ólík reynsla að fara í gegnum eitthvað svona í öðru landi. Þú þarft jákvætt fólk í kringum þig sem getur lyft þér upp andlega. Það gerir þér erfiðara fyrir að jafna þig eftir meðferð ef þú hefur ekki þess háttar fólk í kringum þig.

Ég er tilbúin að hjálpa fólki í gegnum meðferðina og að aðstoða við það hvernig er að undirbúa sig undir hana og þess háttar. Sumir þurfa aðstoð lengi meðan aðrir styttra. Stuðningsnetið er ekki bara fyrir Íslendinga heldur eru allir velkomnir sama af hvaða uppruna þeir eru.“



Fleiri sögur

Kristín Þórsdóttir

4. feb. 2020 : Kristín: Það krefst mikils styrks að leita sér stuðnings

Kristín Þórsdóttir var 33ja ára þegar hún missti manninn sinn úr krabbameini en þau eiga þrjú börn saman. Veikindin tóku 11 ár og tóku mikið á. Nú, tveimur árum seinna, þykir Kristínu dýrmætt að hægt sé að leita stuðnings hjá einhverjum sem skilur út frá eigin reynslu.

Lesa meira
Anna Lára Magnúsdóttir

4. feb. 2020 : Anna Lára: Maður er ekki einn í heiminum

Anna Lára Magnúsdóttir er 47 ára og greindist fyrir sjö árum með brjóstakrabbamein. Henni fannst jafningjastuðningurinn veita sér von um að hún fengi gamla lífið sitt til baka. 

Lesa meira
Anna Maria Milosz

4. feb. 2020 : Anna María: Svo gott að pústa við einhvern sem skilur

Anna María greindist 34. ára með Non-Hodgkins eitilfrumukrabbamein en gaf sér ekki tíma til að hitta stuðningsfulltrúa. Hún sér eftir því í dag og telur mikilvægt að þiggja jafningjastuðning.

Lesa meira
Haukur Gunnarsson

4. feb. 2020 : Haukur: Samtalið er magnað fyrirbæri

Haukur Gunnarsson er sjötugur og greindist með krabbamein í blöðruhálskirtli fyrir þremur árum. Hann og kona hans hafa sótt stuðning í Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins sem hefur auðveldað þeim að tala saman um veikindin og áskoranirnar sem þeim fylgja. 

Lesa meira
Ragnheiður Guðmundsdóttir

4. feb. 2020 : Ragnheiður: Greiningin breytti lífi mínu

Ragnheiður Guðmundsdóttir er 37 ára og greindist með krabbamein í lífhimnu og lifur fyrir ári síðan. Kvíði, áfallastreita og þunglyndi fylgdu veikindunum og hún vill hjálpa öðrum með stuðningi í Stuðningsnetinu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?