Þegar foreldri deyr

Ráðgjafarþjónusta Krabbameinsfélagsins veitir ráðgjöf og stuðning til fagfólks skóla og heilsugæslu sem starfar með börnum eftir andlát foreldra, óháð því úr hverju foreldri barnsins dó. Þjónustan en notendum að kostnaðarlausu.

Alþingi samþykkti í júní 2019 nýjar lagagreinar þar sem réttindi barna í kjölfar fráfalls foreldris eru betur skilgreind en áður var.

Þegar einstaklingur deyr ber lækni sem gefur út dánarvottorð að kanna hvort hinn látni hafi átt barn undir lögaldri. Reynist svo vera skal viðkomandi læknir eins fljótt og unnt er tilkynna andlát foreldrisins til heilsugæslunnar þar sem barnið á lögheimili.

Heilsugæslan skal, í samráði við félagsmálanefnd í því sveitarfélagi þar sem barn á lögheimili og foreldri eða forsjáraðila, hafa frumkvæði að samvinnu við skóla barnsins.

Ráðgjafarþjónusta Krabbameinsfélagsins hefur sérhæft sig í þessum málum og veitir starfsfólki heilsugæslu og skóla faglega ráðgjöf og stuðning óháð því úr hverju foreldri barnsins dó. Þjónustan en notendum að kostnaðarlausu. Hægt er að fá símaráðgjöf virka daga frá kl. 9:00 - 16:00 í síma 800 4040 eða með því að senda tölvupóst á radgjof@krabb. is

  • Nánari upplýsingar um foreldramissi má finna hér.

Var efnið hjálplegt?