Austurland

Ráðgjafarþjónusta Krabbameinsfélagsins í samstarfi við aðildarfélögin á Austurlandi, Fljótsdalshérað og Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA).

Ráðgjafarþjónusta Krabbameinsfélagsins er upplýsinga og stuðningsþjónusta fyrir fólk sem greinst hefur með krabbamein og fyrir aðstandendur. Þjónustan er einnig fyrir þá sem hafa misst nákominn úr krabbameini.

Markmið Ráðgjafarþjónustunnar er að aðstoða fólk við að ná jafnvægi í lífinu við þær breyttu aðstæður sem greining krabbameins veldur.

Starfsmaður frá Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins kemur reglulega austur og býður upp á einstaklingsviðtöl hjá Heilbrigðisstofnun Austurlands, í Neskaupstað, Reyðarfirði og Egilsstöðum. Viðtöl eru fólki að kostnaðarlausu.

Boðið er upp á símaráðgjöf alla virka daga milli kl.9:00-16:00 í síma 800 4040, tímapantanir eru á radgjof@krabb.is eða í síma 800 4040.

Á heimasíðu Krabbameinsfélagsins er að finna fjölbreytt rafrænt efni:

Fyrirlestrar, ráðstefnur og viðburðir

  • Fræðslupistla - um krabbamein, forvarnir, rannsóknir, heilbrigt líf og betri líðan.
  • Hlaðvörp - með fjölbreyttum slökunaræfingum auk ýmiss fróðleiks.
  • Vefvarp - fræðslu- og æfingarmyndbönd.
  • Streymisveita - þar sem hægt er að horfa beint á fyrirlestra og ráðstefnur sem krabbameinsfélagið stendur fyrir eða að horfa á upptökur þegar þér hentar í streymisveitu Krabbameinsfélagsins.
  • Blað Krabbameinsfélagsins - þar er að finna viðtöl, greinar, upplýsingar og fróðleik um starfsemi félagsins.

Fræðsluefni á heimasíðu
Á heimasíðu krabbameinsfélagsins er hægt að finna ýmislegt fræðsluefni tengt krabbameini. Ef farið er undir flipann „ Ráðgjöf og stuðningur “ er hægt að finna fræðsluefni um ýmislegt tengt því að greinast með krabbamein eða vera aðstandandi. Þar er einnig hægt að sjá viðburði og námskeið sem eru á döfinni hjá Ráðgjafarþjónustunni.