Viðtöl

Viðtalsþjónusta: hefur þú þörf fyrir stuðning eða spjall?

Í ráðgjafarteymi Krabbameinsfélagsins starfa hjúkrunarfræðingar,  félagsráðgjafar og sálfræðingar. Boðið er upp á viðtöl til stuðnings og ráðgjafar fyrir þá sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendur þeirra. Viðtöl eru einnig í boði fyrir þá sem hafa misst ástvin úr krabbameini.

Hægt er að bóka viðtöl, fá símaráðgjöf og bóka fjarviðtöl, allt eftir því hvað hentar þér best.

Það getur verið gott að setjast niður og ræða málin. Við erum tilbúin að hlusta og liðsinna þér. Þú getur pantað tíma í síma 800-4040 eða á netfanginu radgjof@krabb.is

Viðtöl eru fólki að kostnaðarlausu.


Var efnið hjálplegt?