Umræðufundur: Langvinnar og síðbúnar aukaverkanir eftir krabbameinsmeðferð Snertir málefnið þig ?

  • 3.10.2023, 18:00 - 19:00, Krabbameinsfélagið Skógarhlíð 8

Í maí síðastliðnum hélt Krabbameinsfélagið málþing með yfirskriftinni Lífið eftir krabbamein – langvinnar og síðbúnar aukaverkanir. Húsfyllir var á málþinginu og upptaka af málþinginu hefur verið spiluð yfir 400 sinnum.

Það er ljóst að málefnið snertir marga. Við hjá Krabbameinsfélaginu viljum halda samtalinu áfram og líkt og kynnt var í vor, boðum við nú til fundar um málið til að heyra enn meira frá þeim sem reynsluna hafa.

Við efnum til umræðufundar um Lífið eftir krabbamein með áherslu á langvinnar og síðbúnar aukaverkanir.

Okkar markmið er að auka skilning og þekkingu á langtímaaukaverkunum eftir krabbameinsmeðferð og leita leiða til að koma til móts við þarfir þess sístækkandi hóps sem býr við þær. Hugmyndir og athugasemdir sem koma fram á fundinum verða nýttar til að móta áframhaldandi vinnu.

  • Umræðufundur verður haldinn þriðjudaginn, 3 október, kl. 18:00 í húsnæði Krabbameinsfélagisns, Skógarhlíð 8.
  • Skráning á radgjof@krabb.is eða í síma 800 4040.

 

Við vonumst til að sjá ykkur sem flest og hlökkum til að heyra frá ykkur.


Var efnið hjálplegt?