Suðurnes: Stuðningur og ráðgjöf

  • 12.11.2021, 10:00 - 15:00, Suðurnes

Starfsmaður frá Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins Kristín Bergsdóttir, hjúkrunarfræðingur, er í Reykjanesbæ annan hvern föstudag og býður upp á einstaklingsviðtöl í húsnæði Krabbameinsfélags Suðurnesja að Smiðjuvöllum 8. Viðtölin eru fólki að kostnaðarlausu.

Hafir þú þörf fyrir ráðgjöf og stuðning varðandi það sem þú ert að upplifa, til dæmis sálræna líðan,félagsleg réttindi eða líkamleg einkenni hvetjum við þig til að panta tíma.


Var efnið hjálplegt?