Styrkleikarnir 2021

  • 4.9.2021 - 5.9.2021, Krabbameinsfélag Árnessýslu

Fyrstu Styrkleikarnir á Íslandi verða haldnir á Selfossi frá hádegi 4. september til hádegis 5. september árið 2021. 

Allir geta tekið þátt í Styrkleikunum. Viðburðurinn er sérstaklega fjölskylduvænn og börn skemmta sér konunglega. Sérstaklega velkomin eru fyrirtæki, íþróttafélög, félagasamtök eða aðrir skrá sig sem lið og vinna saman að því að hafa fulltrúa á hreyfingu með boðhlaupskefli allan sólahringinn. Þetta er ekki hlaup í eiginlegri merkingu heldur snýst þetta um samstöðu, samveru og samtakamátt liðanna í að styðja við, heiðra eða minnast einstaklinga sem hafa fengið krabbamein. 


Var efnið hjálplegt?