Styrkleikarnir 30. apríl - 1. maí

  • 4.9.2021 - 5.9.2021, Krabbameinsfélag Árnessýslu
  • 30.4.2022 - 1.5.2022, 12:00, Selfoss

 

Styrkleikar Krabbameinsfélags Íslands verða  haldnir í fyrsta sinn á Selfossi 30. apríl - 1. maí. Styrkleikarnir eru fjölskylduviðburður sem snýst um að styðja við, heiðra eða minnast þeirra sem hafa fengið krabbamein. Leikarnir standa yfir í sólarhring, sem er táknrænt fyrir að það fæst engin hvíld frá krabbameini.

Þegar einstaklingur greinist með krabbamein hefur það áhrif á alla í kringum hann. Enginn tekst á við þennan sjúkdóm einn. 

Allir geta tekið þátt í Styrkleikunum. Viðburðurinn er opinn öllum og það kostar ekkert að vera með.  Fjölbreytt dagskrá verður fyrir alla aldurshópa. Viðburðurinn er sérstaklega fjölskylduvænn og börn skemmta sér konunglega.

https://www.youtube.com/watch?v=i_Zvbf1J1EA

 

 

 


Var efnið hjálplegt?