Stuðnings­ fulltrúa­námskeið: Ertu góð­hjart­aður reynslu­bolti sem vilt nýta reynslu þína öðrum til góða? (2 af 2)

  • 31.5.2023, 17:00 - 21:00, Krabbameinsfélagið Skógarhlíð 8

Stuðningsfulltrúanámskeið fyrir verðandi stuðningsfulltrúa í Stuðningsnetinu verður haldið í tveimur pörtum miðvikudagana 24. maí og 31. maí, frá klukkan 17:00 til 21:00. Námskeiðið verður haldið í sal Krabbameinsfélagsins á 1. hæð, Skógarhlíð 8.

Námskeiðið er bæði ætlað þeim sem greinst hafa með krabbamein og hafa lokið við krabbameinsmeðferð sem og aðstandendum, sem vilja styðja við einstaklinga sem lenda í svipuðum sporum.

Til að taka þátt á námskeiðinu þarf að skrá sig á netfanginu thorri@krabb.is eða með því að fylla út þetta skráningarform. Boðið verður upp á kvöldmat bæði kvöldin í boði Krabbameinsfélagsins og Krafts sem starfrækja Stuðningsnetið.

  • Frekari upplýsingar má sjá hér.

Var efnið hjálplegt?