Samtal um réttindi fólks með krabbamein

  • 29.11.2017, 13:00 - 13:30, Krabbameinsfélagið Skógarhlíð 8

Ráðgjafarþjónusta Krabbameinsfélagsins býður upp á kynningu undir yfirskriftinni „Samtal um réttindi fólks með krabbamein“. Rætt verður um réttindi og hagnýtar upplýsingar varðandi fjármál, félagsleg réttindi og endurhæfingu fyrir fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þeirra,

Veittar verða upplýsingar um helstu úrræði sem í boði eru, svo sem  tekjur í veikindum, styrki til að mæta útgjöldum vegna veikinda, endurhæfingarúrræði, sálfélagslegan stuðning, stuðningshópa Krabbameinsfélagsins og fleira sem kemur sér vel að vita um í veikindum.

Hægt er að nálgast samantektina "Réttindi krabbameinsveikra - upplýsingar um fjármál, félagsleg réttindi og endurhæfingu" með því að smella hér.

Nánari upplýsingar fást hjá Gunnjónu Unu Guðmundsdóttur félagsráðgjafa hjá Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins á netfangið radgjof@krabb.is eða í síma 800 4040.

Ráðgjafarþjónusta Krabbameinsfélagsins er að Skógarhlíð 8 í Reykjavík. Opið mánudaga til miðvikudaga kl. 9:00-16:00, fimmtudaga kl. 9:00-18:00 og föstudaga kl. 9:00-14:00. Fagfólk svarar í síma 800 4040 kl. 13:00-15:00.


Var efnið hjálplegt?