Reynslu­saga - Jakobs­vegur­inn til endur­hæf­ingar

  • 30.1.2019, 17:00 - 19:00, Krabbameinsfélagið Skógarhlíð 8

Sameiginlegur fundur Stuðningshóps kvenna með krabbamein í kvenlíffærum og Góðra hálsa, karla sem greinst hafa með krabbamein í blöðruhálskirtli, verður í húsnæði Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins að Skógarhlíð 8 í Reykjavík, miðvikudaginn 30. janúar kl. 17:00. 

Gestur fundarins verður Ragnheiður Guðmundsdóttir sem greindist með krabbamein en lét það ekki aftra sér frá því að ganga Jakobsveginn sér til endurhæfingar. Ragnheiður mun segja frá göngunni og hvaða áhrif hún hafði á hana til heilsueflingar.

Fundurinn er einkum ætlaður þeim sem greinst hafa með krabbamein í kvenlíffærum og blöðruhálskirtli og aðstandendum þeirra. 

Kaffi verður á könnunni.


Var efnið hjálplegt?