Rabb­fundur hjá Góðum hálsum: Krabba­mein í blöðru­háls­kirtli og gæða­skráning

  • 7.2.2018, 17:00, Krabbameinsfélagið Skógarhlíð 8

Góðir hálsar, stuðningshópur um krabbamein í blöðruhálskirtli, verða með mánaðarlegan rabbfund sinn í húsi Krabbameinsfélagsins að Skógarhlíð 8 í Reykjavík miðvikudaginn 7. febrúar kl. 17.00. 

Gestur fundarins er Jón Örn Friðriksson sérfræðingur í þvagfæraskurðlækningum. Hann ætlar að ræða um krabbamein í blöðruhálskirtli og segja frá verkefni um gæðaskráningu til að bæta þá þjónustu sem veitt er.

Fundurinn er einkum ætlaður þeim sem greinst hafa með krabbamein í blöðruhálskirtli og aðstandendum þeirra. 

Kaffi verður á könnunni.


Var efnið hjálplegt?