Örþing Krabba­meins­félags­ins í tilefni Mottumars

  • 31.3.2023, 8:30 - 10:00, Krabbameinsfélagið Skógarhlíð 8

Á Mottudeginum 31. mars stendur Krabbameinsfélagið fyrir málþingi sem ber yfirskriftina „Ekki humma fram af þér heilsuna!

Málþingið fer fram í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8 og hefst kl. 08:00 og er áætlað að því ljúki kl. 10:00. Starfsfólk Krabbameinsfélagsins flytur erindi á málþinginu, auk þess sem fram koma áhrifamiklar reynslusögur bæði krabbameinsgreindra og aðstandenda.

Dagskrá:

  • 8:00 - 8:30: Léttur morgunverður
  • 8:30 – 8:40: Setning – Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins
  • 8:40 – 9:00: Niðurstöður könnunar Áttavitans á reynslu þeirra sem greindust með krabbamein, á árunum 2015 – 2019, af greiningar- og meðferðarferlinu – Sigríður Gunnarsdóttir, forstöðumaður Rannsókna- og skráningarseturs Krabbameinsfélagsins
  • 9:00 – 9:15: Hann beið of lengi – Sigrún Jóhannesdóttir segir sögu Jóns Sigurðssonar, fyrrverandi ráðherra, sem greindist með langt gengið krabbamein í blöðruhálskirtli árið 2016
  • 9:15 – 9:30: „Sem betur fer hummaði ég þetta ekki af mér“ – saga Róberts Jóhannssonar, sem greindist með krabbamein í ristli eftir að hafa fundið fyrir einkennum og leitað til læknis
  • 9:30 – 9:45: Ástæður þess að karlmenn humma fram af sér heilsuna – Þorri Snæbjörnsson, sálfræðingur og teymisstjóri hjá ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins
  • 9:45 – 10:00: Samtal og lok örþings

Málþinginu verður streymt í streymisveitu Krabbameinsfélagins - sjá hér.


Var efnið hjálplegt?