Opinn fundur um nýtt fyrir­komulag legháls­skimana

  • 8.9.2021, 15:00 - 16:00, Krabbameinsfélagið

Um síðustu áramót voru gerðar breytingar á leghálsskimunum hér á landi.

Miðvikudaginn 8. september kl. 15 - 16 býður Krabbameinsfélagið til upplýsingafundar um breytingarnar.

Gestir fundarins verða þau Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgar­svæðins og Ágúst Ingi Ágústsson, yfirlæknir og forstöðumaður Samhæfingarmiðstöðvar krabbameinsskimana hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.

Á fundinum munu þau fara yfir núverandi fyrirkomulag skimananna og sitja fyrir svörum.

Fundurinn fer fram í Skógarhlíð 8 í Reykjavík. Sætaframboð er takmarkað og því nauðsynlegt að skrá sig til þátttöku.

Fundur_nytt_fyrirkomulag_leghalsskimanna

 


Var efnið hjálplegt?