• Slökun

Námskeið: Slökun - í lífi og starfi

  • 23.1.2018, 17:00 - 20:00, Krabbameinsfélagið Skógarhlíð 8

UPPSELT ER Á NÁMSKEIÐIÐ!

Verið er að kanna möguleikann á öðru námskeiði. Hafir þú áhuga á að skrá nafn þitt á lista vegna viðbótarnámskeiðs skaltu senda tölvupóst á netfangið radgjof@krabb.is.

Ráðgjafarþjónustan býður upp á námskeið fyrir heilbrigðisstarfsfólk dagana 23., 30. janúar og 6. febrúar 2018, kl. 17:00 – 20:00. Á námskeiðinu verður kennd slökun sem byggir á hvíldarþjálfun, vöðvaslökun, róandi öndun, skyndislökun og sjónsköpun. Ætlast er til 100% mætingar og að þátttakendur æfi sig milli tíma.  

Markmið námskeiðsins er að þátttakandi geti notað slökun til að hvílast og auka orku sína og geti notað slökun til að draga úr andlegri og líkamlegri vanlíðan. Að auki nái þátttakandi að öðlast færni til að veita öðrum einstaklingi einfalda slökun til að auka vellíðan, til að hjálpa að sofna og til að róa einstakling í uppnámi.

Leiðbeinandi er Lilja Jónasdóttir hjúkrunarfræðingur.

Námskeiðsgjald er 10.000 kr. Námskeiðsgögn og matur eru  innifalinn í gjaldi. Skráning á hér eða í síma 8004040 .

Ráðgjafarþjónusta Krabbameinsfélagsins er að Skógarhlíð 8 í Reykjavík. Opið mánudaga til miðvikudaga kl. 9-16, fimmtudaga kl.9-18 og föstudaga kl.9-14. Fagfólk svarar í síma 800 4040 kl. 13-15.


Var efnið hjálplegt?