Námskeið: Skrif og slökun (1 af 2)
Þetta námskeið gæti verið fyrir þig. Langar þig að fara út fyrir þægindarammann og draga fram í dagsljósið hugleiðingar sem legið hafa í hugskoti þínu?
Er kominn tími til að vinna meira með hugsanirnar. Við hugsum öll í sögum og geta frásagnir og myndlíkingar endurbyggt laskaða sjálfsmynd eftir áföll.
Að skrifa um líðan sína er ein leið til þess að öðlast jákvæðari merkingu og breyta sjónarhorni, Námskeiðið er áhugavert, valdeflandi, fróðlegt og praktískt.
Námskeiðið hefst 5. október og er vikulega í tvö skipti á fimmtudögum kl. 13:00-15:00 í húsnæði Krabbameinsfélagsins Skógarhlíð 8.
Leiðbeinendur : Ásdís Káradóttir, MA í ritlist og hjúkrunarfræðingur og Sæunn Una – MA í hagnýtri ritstjórn með BA í bókmenntafræðingur
- Skráning á radgjof@krabb.is eða í síma 800 4040.
- Námskeiðið er ætlað þeim sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendum.