Námskeið: Núvitund fyrir ungt fólk

  • 20.1.2022, 16:30 - 18:00, Krabbameinsfélagið Skógarhlíð 8
  • 27.1.2022, 16:30 - 18:00, Krabbameinsfélagið Skógarhlíð 8
  • 3.2.2022, 16:30 - 18:00, Krabbameinsfélagið Skógarhlíð 8
  • 10.2.2022, 16:30 - 18:00, Krabbameinsfélagið Skógarhlíð 8


Gæti þetta námskeið verið eitthvað fyrir þig eða einhvern nákominn þér?

Námskeið í núvitund sem ætlað er aðstandendur, á aldrinum 16-22 ára, sem misst hafa náin ástvin. Markmiðið er að öðlast meiri hugarró og njóta betur líðandi stundar.

  • Leiðbeinandi er Edda Guðmundsdóttir sálfræðingur.
  • Námskeiðið hefst fimmtudaginn 20. janúar kl. 16:30-18:00 og er vikulega í fjögur skipti. Ekkert þátttökugjald.

Flestir sem missa ástvin eiga erfitt með að stíga þau skref að fara á hópnámskeið fyrir ungt fólk sem misst hefur ástvin.

Það þarf mikið hugrekki til að fara og hitta aðra í svipuðum sporum. Til að auðvelda þau skref er boðið upp á svokallað inntökuviðtal þar sem þátttakendur hitta leiðbeinandann og fá upplýsingar um námskeiðið og mat á því hvort námskeiðið henti viðkomandi á þessum tímapunti. Sumir gætu þurft önnur úrræði miðað við aðstæður og líðan en langflestir ákveða eftir viðtalið að prófa námskeiðið.

Námskeiðið hefur verið haldið hjá Krabbameinsfélaginu á hverri önn í mörg ár og er brottfall undir 5%, sem þýðir að þeir sem byrja mæta vel og ljúka námskeiðinu, það segir kannski meira en mörg orð. 

Þegar þátttakendur eru spurðir telja þau það hafa verið góða ákvörðun að stíga þessi skref, að námskeiðið hafi verið gagnlegt og nærandi. Skilningur á sorgarferlinu og innsýn í eigin líðan hafi aukist, þau hafi lært mikið og kynnst öðrum sem voru að takast á við svipaða erfiðleika sem veitti mikinn stuðning. Þátttakendur upplifa að núvitund aukist og að hún veiti ákveðinn styrk til að vera í því sem er. Sumir eignast jafnvel nýja vini.

Umsagnir frá þátttakendum:

  • „Ég lærði það að ég er ekki ein og að það eru til leiðir til að líða betur yfir daginn, mismunandi tegundir af núvitund.“
  • „Minnka sjálfstýringuna, læra að upplifa hlutina og tilfinningar á nýjan hátt. Bera virðingu fyrir mér og takast á við kvíða og depurð.“
  • Það var mjög notalegt, gott og gagnlegt. Vakti mann til umhugsunar. Það var alltaf gaman að koma og manni leið vel eftir á.“
  • „Frábært námskeið, lærði mikið á því, hjálpaði mér mikið, hefði viljað vera duglegri með heimavinnuna, held að hún hjálpi enn meira. Góður kennari, þægileg rödd og þægilegt að vera í kringum. Leið alltaf betur (ef mér leið illa) þegar ég kom á námskeiðið.“

Var efnið hjálplegt?