Námskeið: Mín leið að lokinni meðferð við brjósta­krabba­meini 1/4

  • 3.2.2022, 9:30 - 12:30, Krabbameinsfélagið Skógarhlíð 8

Námskeiðið hefst 3. febrúar, er vikulega í fjögur skipti á fimmtudögum kl. 9:30-12:30 í húsnæði Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins í Skógarhlíð 8. Fjöldi þátttakenda er takmarkaður.

  • Skráning og frekari upplýsingar um námskeiðið: í síma 800 4040. Netfang: radgjof@krabb.is. Námskeiðið er þátttakendum að kostnaðarlausu.

Um námskeiðið

Námskeiðið „Moving Forward“ var upphaflega þróað af samtökunum ,,Breast Cancer Care” í Bretlandi. Haldin hafa verið um 230 námskeið á rúmlega 30 stöðum í Bretlandi og yfir 2.700 konur hafa tekið þátt. Mikil ánægja hefur verið með þessi námskeið þarlendis.

Megintilgangur námskeiðsins er að þátttakendur hitti aðra í svipuðum sporum ásamt því að fá stuðning og fræðslu um ýmislegt sem konur eru að upplifa að lokinni krabba­meinsmeðferð.

Á námskeiðinu er farið í gegnum helstu fylgikvilla meðferða, upplýsingar eru veittar um þá stuðningsþjónustu sem í boði er, hvatt er til heilbrigðs lífsstíls og valdeflingar og dregið úr einangrun með jafningjastuðningi.

Dæmi um efni sem tekið er fyrir á námskeiðinu: Mataræði, hreyfing, einkenni tíða­hvarfa, sogæðabjúgur, merki og einkenni sem mikilvægt er að þekkja, krabbameins­tengd þreyta, kynheilbrigði, streita, slökunarleiðir ásamt mörgu fleiru sem snýr að lífinu eftir greiningu og meðferð brjóstakrabbameins.

Umsjón með námskeiðinu hafa krabbameinshjúkrunarfræðingur og fulltrúi frá Brjóstaheill – Samhjálp kvenna ásamt gestafyrirlesurum sem eru sérfræðingar hver á sínu sviði.

  • Ætlað konum sem hafa greinst með brjóstakrabbamein og æskilegt er að ekki séu liðin meira en tvö ár frá meðferðarlokum.
  • Mikilvægt er að mæta í alla fjóra námskeiðshlutana.

Kynningarefni

 


Var efnið hjálplegt?