Námskeið: Mannamál – karlar og krabbamein (3 af 4)
Námskeið fyrir karla sem eru greindir með krabbamein eða hafa nýlokið krabbameinsmeðferð.
Vettvangur til að hitta jafningja fá fræðslu og samtal um það sem karlar eru að upplifa í kjölfar krabbameins.
Námskeiðið hófst 7. nóvember og er vikulega í fjögur skipti á þriðjudögum kl. 11:00-13:30 í húsnæði Krabbameinsfélagsins Skógarhlíð 8. Ekkert þátttökugjald.
Umsjón með námskeiði hefur Þorri Snæbjörnsson, sálfræðingur og teymisstjóri Krabbameinsfélagsins, en ásamt honum koma aðrir leiðbeinendur að.
- Skráning á radgjof@krabb.is eða í síma 800 4040.