Námskeið: Málað frá hjartanu 4/6

  • 16.4.2019, 13:00 - 14:30, Krabbameinsfélagið Skógarhlíð 8

Námskeiðið er haldið í húsnæði Ráðgjafarþjónustunnar og hófst þriðjudaginn 26. mars 2019 kl. 13:00-14:30 og er á sama tíma vikulega í sex skipti.

Sólveig Katrín Jónsdóttir listmeðferðarfræðingur kynnir listmeðferð sem leið til að tengjast innsæinu, vinna með tilfinningar og draga úr streitu í gegnum myndmálið. Engrar kunnáttu eða hæfni við að mála er krafist á þessu námskeiði.

Skráning á radgjof@krabb.is eða í síma 800 4040. Þátttökugjald er 5.000 kr.

Ráðgjafarþjónusta Krabbameinsfélagsins er að Skógarhlíð 8 í Reykjavík. Opið mánudaga til miðvikudaga kl. 9-16, fimmtudaga kl. 9-18 og föstudaga kl. 9-14. Fagfólk svarar í síma 800 4040 kl. 10-15.


Var efnið hjálplegt?