Námskeið: Jóga Nidra og hljóðslökun (3/4)

  • 18.9.2020, 11:00 - 11:50, Krabbameinsfélagið Skógarhlíð 8, 2000

Á námskeiðinu er lögð áhersla á hugleiðslu og djúpslökun með aðferðum Jóga Nidra þar sem þú liggur undir teppi. Hljóðfæri koma einnig við sögu til að dýpka upplifunina. Markmiðið er að ávinningurinn hafi jákvæð og víðtæk áhrif á líkamlega og andlega líðan.

Námskeiðið er ætlað þeim sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendum.

Leiðbeinendur eru Laufey Steindórsdóttir og Þórey Viðarsdóttir, jógakennarar

Námskeiðið hófst föstudaginn 4. september
Er vikulega í fjögur skipti kl.11.00-11.50 - Þátttökugjald er kr. 2000.

Ráðgjafarþjónusta Krabbameinsfélagsins er að Skógarhlíð 8 í Reykjavík og er opin virka daga frá kl. 9-16. Símaráðgjöf er á opnunartíma í síma 800 4040. Einnig er hægt er að senda fyrirspurnir á radgjof@krabb.is og er þeim svarað eins fljótt og hægt er.


Var efnið hjálplegt?