Námskeið: Gott útlit betri líðan
Snyrtinámskeið ætlað konum sem eru í krabbameinsmeðferð.
Kristjana Rúnarsdóttir sérfræðingur frá Lancome leiðbeinir um förðun, umhirðu húðar o.fl.
Námskeiðið er eitt skipti og verður 26. september frá kl. 10:00-12:00 í húsnæði Krabbameinsfélagsins, Skógarhlíð 8, 1. hæð. Ekkert þátttökugjald.
- Skráning á radgjof@krabb.is eða í síma 800 4040.