Námskeið: Góðvild í eigin garð og annarra

Mindful Self-Compassion

  • 15.1.2018, 13:00 - 15:00, Krabbameinsfélagið Skógarhlíð 8

Ráðgjafarþjónustan, í samvinnu við Landspítalann, býður upp á námskeið í núvitund með sjálfúð, góðvild í eigin garð.

Námskeiðið hefst mánudaginn 15. janúar 2018 kl. 13:00-15:00 og er vikulega í þrjú skipti og ætlað þeim sem greinst hafa með krabbamein.

Tilgangur námskeiðsins er að tileinka sér mildi í eigin garð og auka andlega vellíðan. Námskeiðið byggir nær eingöngu á æfingum.

Leiðbeinandi er Brynhildur Scheving Thorsteinsson, klínískur sálfræðingur.

Skráning á radgjof@krabb.is eða í síma 800 4040. Þátttökugjald er 3.000 kr.

Ráðgjafarþjónusta Krabbameinsfélagsins er að Skógarhlíð 8 í Reykjavík. Opið mánudag, þriðjudag og miðvikudag kl. 9:00-16:00, fimmtudag 9:00-18:00 og föstudag 9:00-14:00. Fagfólk svarar í síma 800 4040 kl. 13:00-15:00.


Var efnið hjálplegt?