Námskeið: Fysio flow (hreyfi­flæði) 3/4

  • 15.5.2019, 10:10 - 11:00, Krabbameinsfélagið Skógarhlíð 8

Námskeiðið hefst miðvikudaginn 24. april 2019 kl. 10:10-11:00, verður vikulega í fjögur skipti og er ætlað þeim sem hafa greinst með krabbamein.

Heiðbjört Tíbrá Kjartansdóttir sjúkraþjálfari mun stýra námskeiðinu þar sem áhersla er lögð á að hreyfa bandvefi líkamans með rólegum teygjum og æfingum. Hentar m.a. þeim sem glíma við verki, streitu og stífleika.

Skráning á radgjof@krabb.is eða síma 800-4040. Takmarkaður fjöldi, þátttökugjald er 1500 kr.

Ráðgjafarþjónusta Krabbameinsfélagsins er að Skógarhlíð 8 í Reykjavík. Opið mánudaga til miðvikudaga kl. 9-16, fimmtudaga kl. 9-18 og föstudaga kl. 9-14. Fagfólk svarar í síma 800 4040 kl. 10-15.

Hér að neðan eru ummæli nokkurra þátttakenda á námskeiðinu:

„Námskeiðið hentar mér fullkomnlega á þessum tímapunkti. Mjúk hreyfing og teygjur. Ég finn framfarir. Það er góð tónlist og góður leiðbeinandi.“

„Aukinn liðleiki, góð samfella, gott hvað æfingarnar eru hægar, Guðmundur Lárusson mælir með þessu.“

„Dásamleg tónlist, frábær kennari , frábær hreyfing.“


Var efnið hjálplegt?