Námskeið: Einbeiting og minni 1/2
Minnisnámskeið verður í húsnæði Ráðgjafarþjónustunnar. Námskeiðið er ætlað þeim sem hafa áhyggjur af minni sínu í kjölfar veikinda en einnig þeim sem vilja fræðast um minnið og læra að nýta sér mismunandi minnistækni.
Mánudagana 30. september og 7. október 2019 kl. 13:00-14:00.
Leiðbeinandi er Þorri Snæbjörnsson sálfræðingur.
Skráning á radgjof@krabb.is eða í síma 800 4040. Ekkert þátttökugjald.
Ráðgjafarþjónusta Krabbameinsfélagsins er að Skógarhlíð 8 í Reykjavík. Opið mánudaga til miðvikudaga kl. 9-16, fimmtudaga kl. 9-18 og föstudaga kl. 9-14. Fagfólk svarar í síma 800 4040 kl. 10-15.