Námskeið: Aðstandendafræðsla

  • 23.3.2023, 13:00 - 15:00, Krabbameinsfélagið Skógarhlíð 8

 

Fjallað verður um þær áskoranir sem aðstandendur krabbameinsgreindra standa gjarnan frammi fyrir þegar ástvinur greinist með krabbamein. 

Rætt verður um hvað er eðlilegt að upplifa í hugsunum og tilfinningum við þessar aðstæður. Farið yfir þætti sem mikilvægt er að hafa í huga til að hlúa að sér og styrkja sig í aðstæðunum. 

  • Erindið verður haldið þann 23. mars kl.13:00 - 15:00. Ókeypis þátttaka.
  • Fyrirlesari er Lóa Björk Ólafsdóttir, hjúkrunarfræðingur hjá Krabbameinsfélaginu. Marta Hildur Richter mun einnig koma og ræða um sína reynslu sem aðstandandi.

 Í lokin verður boðið upp á umræður.


Var efnið hjálplegt?