Mannamál - Karlar og krabbamein 1/4

  • 17.10.2022, 13:00 - 15:00, Krabbameinsfélagið Skógarhlíð 8

Námskeið fyrir karla sem eru með krabbamein eða hafa nýlokið krabbameinsmeðferð.

Vettvangur til að hitta jafningja, fá fræðslu og samtal um það sem karlar eru að upplifa í kjölfar krabbameins.

Námskeiðið hefst 17. október og er vikulega í fjögur skipti á mánudögum kl.13:00 – 15:15. Ekkert þátttökugjald.

Tilgangur námskeiðsins er að karlar fái tækifæri til að hitta aðra karla í svipuðum sporum, samhliða því að fá fræðslu og kynningu á ýmsum bjargráðum sem gætu verið hagnýt fyrir karla við þessar aðstæður.

Málefni sem verður farið yfir er t.d. líf í kjölfar krabbameins, mikilvægi hreyfingar, næringar og andlegrar vellíðunar.

  • Umsjón með námskeiðinu hefur Þorri Snæbjörnsson, sálfræðingur en ásamt honum koma margir leiðbeinendur að námskeiðinu.
  • Skráning á radgjof@krabb.is eða í síma 800 4040.

Var efnið hjálplegt?