Málþing: Stöðluð greiningar- og meðferðarferli, allt frá því að grunur vaknar um krabbamein

  • 25.5.2024, 10:00 - 12:00, Krabbameinsfélagið Skógarhlíð 8


Myndi innleiðing slíkra ferla hér á landi hjálpa til við að takast á við þær áskoranir sem fylgja krabbameinum í framtíðinni?

Málþingið fer fram laugardaginn 25. maí á milli kl. 10 og 12 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, 4. hæð. Málþinginu verður einnig streymt.

DAGSKRÁ

 

Innleiðing staðlaðra greiningar- og meðferðarferla (pakkeforlöb / patient pathway) hófst árið 2007 á Norðurlöndunum með það að markmiði að draga úr ónauðsynlegum biðtíma, óöryggi hjá sjúklingum og auka jöfnuð.

Myndi innleiðing slíkra ferla hér á landi hjálpa til við að takast á við þær áskoranir sem fylgja krabbameinum í framtíðinni?

Geta þau verið leið til:

  • að tryggja áframhaldandi góðan árangur varðandi krabbamein hér á landi?
  • að koma í veg fyrir ójöfnuð tengdan búsetu og félagslegum þáttum?
  • að tryggja gæði og samfellt fyrirsjáanlegt ferli til að auka öryggi sjúklings og aðstandenda?

Á málþingi Krabbameinsfélagsins ræða íslenskir sérfræðingar þessi mál ásamt sérfræðingunum Søren Gray Worsøe Laursen, Ph.D. hjá danska Krabbameinsfélaginu og Helena Brändström Ph.D. forstöðumanni hjá Regionala cancercentrum i samverkan í Svíþjóð.


Var efnið hjálplegt?