Málþing: Lífið eftir krabba­mein - lang­vinnar og síð­búnar afleiðingar

  • 12.5.2023, 15:30 - 18:00, Krabbameinsfélagið Skógarhlíð 8

Miklar framfarir hafa orðið í greiningu og meðferð krabbameina og hópur þeirra sem læknast af krabbameinum stækkar mjög ört. Þar með er hins vegar ekki öll sagan sögð. Hvað tekur við? Hvernig er lífið á eftir? Getur það orðið betra?

Stórt er spurt en á málþingi um langvinnar og síðbúnar afleiðingar eftir krabbamein og krabbameinsmeðferð fáum við innsýn í það og veltum spurningunni fyrir okkur með þeim sem reynsluna hafa.

  • Málþingið verður haldið föstudaginn 12. maí í húsnæði Krabbameinsfélagsins, Skógarhlíð 8, 4. hæð. Húsið opnar kl 15:30 með léttum veitingum. Dagskráin hefst kl 15:45 og stendur til kl 18:00.

    Öll velkomin.

:: Lesa meira


Var efnið hjálplegt?