Málþing: Leiðin fram á við

  • 22.9.2021, 18:00 - 20:00

Krabbameinsfélagið og Samtök um krabbameinsrannsóknir á Íslandi (SKÍ) standa fyrir málþingi tileinkað Vigdísi Finnbogadóttur, verndara Krabbameinsfélagsins, miðvikudaginn 22. september kl. 18:00-20:00 í Veröld – húsi Vigdísar.

Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna gefur okkur árlegt tækifæri til að fræðast og styðja krabbameinsrannsóknir í orði og gjörðum. Dagurinn gefur okkur líka tækifæri til að gleðjast yfir þeim framförum sem hafa átt sér stað fyrir tilstilli krabbameinsrannsókna, vísindafólkinu sem starfar við þær og þá sem styrkja þær.

Þátttaka er ókeypis og allir áhugamenn um og stuðningsmenn krabbameinsrannsókna eru velkomnir.

Dagskrá:

  • 17:45 Húsið opnar og léttar veitingar í boði.
  • 18:00 Setning og ávörp frá Krabbameinsfélaginu og SKÍ – Halla Þorvaldsdóttir og Gunnhildur Ásta Traustadóttir.
  • Innsýn í rannsóknastarf Krabbameinsfélagsins.
  • Sjálfsát í krabbameinum: Greining á spendýrasértæku hlutverki ATG7 – Valgerður Jakobína Hjaltalín.
  • Ummyndunaráhrif HER2 yfirtjáningar í uppruna og framþróun brjóstakrabbameins – Sævar Ingþórsson
  • Gagnsemi stuðningsmeðferðar og fræðslu í að draga úr kynferðislegum áhyggjuefnum hjá konum með krabbamein – Jóna Ingibjörg Jónsdóttir.
  • Hlutverk peroxidasins í eðlilegum brjóstkirtli og brjóstakrabbameini – Anna Karen Sigurðardóttir.
  • Áhrif sviperfða á tjáningu DNA viðgerðargena – Karen Kristjánsdóttir
  • Há tjáning miR-21-3p sýnir fylgni við skemmri lifun brjóstakrabbameinssjúklinga og minnkar tjáningu æxlisbæligena – Inga Reynisdóttir.
  • Heilsumeðvera: Þróun rafrænna samskipta í þjónustu við sjúklinga með krabbamein – Sigríður Gunnarsdóttir.
  • Interplay between TGFß family members and angiogenic factors in breast cancer cells – Clara Valls Ferré.
  • Klínískt notagildi frumuflæðisjárrannsókna í forstigum mergæxlis – Jón Þórir Óskarsson.
  • Kynning á tækifærum til krabbameinsrannsókna gegnum Horizon Europe, Rannsókna- og nýsköpunaráætlun ESB 2021-2027 – Rannís.
  • Ávarp frá Vísindasjóði Krabbameinsfélagsins og málþingi slitið – Sigríður Gunnarsdóttir.

Hér má nálgast auglýsinguna (pdf).


Var efnið hjálplegt?